Helginni er að ljúka.....hún var alltof fljót að líða
Á föstudaginn var barasta ekki gert neitt af viti..lærði til 2145 og horfði þá á when Harry met Sally..ég elska svona sætar ástarvellur..held barasta að ég verði að reyna að redda mér henní í sívaxandi DVD safnið mitt....Jæja vaknaði á laugardaginn og vann svo og lærði til kl 19:00.. fór þá með kindunum í leikhús..hittumst fyrst heima hjá Jenný þar sem að Hlynur dekraði við okkur og gaf okkur þessar snilla margarítur (verst að vera á bíl), síðan röltum við yfir í Austurbæjarbíó og fórum á Fimmstelpur.com...mæli með því það var algjör snilld og ég lá í kasti allan tíman (var að minnstakosti komin með harðsperrur af hlátri eftir sýninguna)...éftir vel heppnaða sýningu var svo farið áftur heim til Jennýar og spjallað um hitt og þetta (aðalega þó hitt) og svo farið heim að sofa...ZZZZZZZZZZZZ
Er svo búin að vera að vinna í allan dag ..í furðulegu veðri..ýmist sól, bilur eða ..... og nú er ég komin heim og farin aftur að læra og í þetta sinn er verið að reyna að massa upp plöntuerfðafræðina...þannig að það verður lítið gert nema lært fram á næsta fimmtudag..
Mér finnst að við ættum að taka Íra okkur til fyrirmyndar og banna Reykingar á öllum veitingastöðum,kaffihúsum,börum og á öllum vinnustöðum...