þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Ættarmót
Fór á ættarmótsfund í gær..ha hvað ??? já ættarmótsfund.. fjölskyldan hans pabba,pabbamíns (=afi Sverrir) ætla að hittast næsta sumar. Þetta eru semsagt afkomendur langafa míns og ömmu...Það var einn frá hverju lið ættarinnar (semsagt afi átti 11 systkini) okkar fjölskylduvængur er minstur pabbi + 3 börn + systir pabba + eitt barn + eitt barnabarn.. og þar sem að pabbi er út í útlöndum og systir hans býr í svíþjóð var ég sjálfskipaður meðlimur á fundinum....Ég var langyngst..hinir komnir yfir fertugt..ég þekkti þó einn....vibbí og hinir já..það var bara eitthvað svona fólk sumt sem líktist mér annað ekki..þess má geta að seinasta ættarmót ættarinnar var haldið þegar að ég var 10 ára ekkert skrítið að ég þekki þetta ekki.jæja þetta var allavega mjög áhugaverður fundur þar sem ákveðið var að halda ættarmót í þjórsárverum næsta sumar helgina 11-13.júní..þannig ef að þú ert að fara þangað þá ertu skyld/ur mér :).. Mér fannst sérstaklega gaman þegar það var verið að rifja upp og hlæja yfir atburðum frá fyrri ættamótum..ég man bara ekki eftir neinu..kannski hefur eitthvað að segja að ég var bara enn klofin persónuleiki (lítil sæt sæðisfruma (eða kannski ekki einusinni það) og egg)...