laugardagur, nóvember 30, 2002

Próf og aftur próf
Það er alltaf gaman að taka próf á netinu


Ertu sami kærleiksbjörn og ég, Herdís og Ólöf ?


Jibbý ég er ekki klofin persónuleiki eins og Herdís og Ólöf

fimmtudagur, nóvember 28, 2002

Hvernig ljóska er ég

britney spears



Your Inner Blonde is Britney Spears


"Whee! I'm a virgin. Look at my butt crack!"
If everyone were as dumb as you, you'd be able to pull that one off.
But, you do get props for being one of the richest women around!

Who's *Your* Inner Dumb Blonde? Click Here to Find Out!
More Great Quizzes from Quiz Diva

Jibbý éger átrúnaðargoðið mitt

Búðarferð
Ég fór í bæin í gær að reyna að kaupa jólagjafir og gerði þau mistök að máta buxur í Zöru, hafið þið tekið eftir því hvað buxnastærðirnar í Zöru eru ansnalegar maður mátar buxur í einu nr. og þær eru alltof litlar og síðan mátar maður aðrar buxur í sama nr. og þær eru alltof stórar. S'iðan eru buxurnar hjá þeim svo síðar að manni líður alltaf eins og fitubollu í alltof síðum en of þröngum buxum í mátunarklefanum og hvað er það að hafa alltof bjart ljós inní mátunarklefanum þannig að allar hrukkur ( ég er reyndar laus við þær) og bólur og blettir sjást, auk þess sem að loftkælingin er það lítil að maður kafnar úr táfýlu af þeim sem hafa mátað síðustu daga á undan manni og er auk þess er maður að deyja úr hita........
Ég ætti kannski að gera´Jónu stíl og kaupa bara án þess að máta eða bara fara til útlanda 4 x á ári að versla því að það er skemmtilegt að versla í útlöndum og stundum ódýrara.
Þetta má ekki skiljast sem svo að ég sé á móti Zöru, hún er mesta snilld sem til er því hún er ódýr og ég versla þar mikið, fötin endast kannski ekki í mörg ár en þau duga á meðan þau eru í tísku. Það liggur við að ég fái hjartaáfall yfir verðinu þegar ég kem inní 17 og sé frekar venjulega litla boli á 5000 kr. það er nú okurbúlla í lagi enda versla ég mjög sjaldan við þá samsteypu ( ég verð þó að viðurkenna að á mínum yngri árum var ég svaka fan).
'eg fór síðan inní nýju búðina Vokal sem er svo sem með ágætum en DÝRUM fötum en ég hélt að sölumaðurinn ætlaði að ráðast á mig og reyna að troð'a mér í einhverjar pínulitlar gallabuxur sem kostuðu 10000 kr. ég er hrædd við ágenga sölumenn.
Nú er ég semsagt á svaka bömmer eftir verslunarferðina og ekki bætti úr skák að ég á ekki krónu til að kaupa neitt.
'eg er samt búin að ákveða að kaupa mér flott jólaföt fyrir þessi jól :)

Grasafræði
Ég er búin að vera að dunda mér við það seinustu daga að lesa undir verklegt próf í grasafræði B :) Það er búið að vera ansi áhugavert, plöntur eru nefninleg helv... sniðugar.

Fróðleiksmoli dagsins
Vissu þið að ef þú ert of nískur og setur of lítið af ákveðnum illgresiseyði ( sem inniheldur auxin sem er vaxtarhormón) þá vex illgresið betur og þú ert ýkt óheppinn.

mánudagur, nóvember 25, 2002

Leiðindarlíf
Sko það verður ekkert gaman að skoða bloggið hjá mér næstu vikurnar því að ég er að fara í próf, þannig að það verður ekkert gert nema að læra og læra og læra. Ég á samt ábyggilega eftir að deila með ykkur skemmtilegum fróðleik um það sem ég er að læra, þannig að ég stefni á það að birta fróðleiksmola dagsins á hverjum degi :). Chatið mitt er ekki en komið í lag en ég stefni á að laga það við næsta tækifæri. Ég vil benda á það að ég er komin með nýjan bloggvin hana Rósa líffræðigúru:)

Ég tók svona próf hversu vond ég væri og hér eru niðurstöðurnar


fimmtudagur, nóvember 21, 2002

Röfl
Nú þarf ég að röfla pínu, málið er að ég er að æfa handbolta tvisvar í viku með óld girls ( já ég er orðin gömul) upp í mosó og við keppum síðan einu sinni í viku. Ég hafði hugsað mér að taka frí yfir prófin og ætla mér að gera það en þá heyrir maður alltaf þessar línur, ég er nú í fullri vinnu og skóla og með 3 börn og get þetta allt maður hefur bara gott af því að æfa svoldið. Mér er sama hvað annað fólk getur, ég hef mína forgangsröð og það sína, síðan er skóli ekki það sama og skóli. Ég þoli ekki svona bögg.

Próf og aftur próf




Which Sex and the City Vixen Best Matches Your Sex Style?
Þetta var nú ansi dónalegt próf vona að engin hafi verið að horfa á mig gera það.

Kindakvöld
Það var kindakvöld í gærkvöldi hjá Jenný og hún eldaði geðveikt góðan kjúkling í barbecuesósu, nammi namm og síðan var nammigóð kaka frá Ólöfu í eftirrétt og við átum á okkur gat :). Kindin á síðunni minni er stundum svoldið óþekk og vill ekki hlaupa en þá er bara að ýta á refrech og þá lifnar hún öll við, það virkar allavega hjá mér.
Jæja nú er best að drífa sig í vistfræðitíma

mánudagur, nóvember 18, 2002

Dugnaður
Ég er svo stolt af sjálfri mér, ég gerð ekkert nema að læra alla helgina, las 8 kafla í hinum ýmsu kennslubókum :)
'eg er duglegust :)

laugardagur, nóvember 16, 2002

Kind
Undur og stórmerki ég fann kind og það hlaupandi kind til að setja inn á síðuna mína :)

Áran mín

Hvernig er áran þín á litinn?

brought to you by Quizilla
'eg er með gula áru

Rugl
Nú er ég að læra upp í Odda er komin með grænar af Grensás enda var ég þar alla fimmtudagsnóttina að gera fyrirlestur um Innfluttar tegundir, hann gekk samt mjög vel. Það gekk samt ekki nógu vel í verklegum Grasafræðitíma á eftir ég sofnaði ofaná smásjána þegar ég var að skoða fjórlitnaplöntufrumu :(
Ég mæli ekki með því að vaka alla nóttina

miðvikudagur, nóvember 13, 2002

Chat
Chatið dó, það kemur aftur eftir nokkra daga

mánudagur, nóvember 11, 2002

Chat
Ég er komin með chat box á síðuna mína þannig að tjáið ykkur endilega um það sem er ykkur efst í huga

Gestabók
Ég er mjög forvitin manneskja og vil því fá að vita hverjir eru að skoða síðuna mína, þannig að endilega skráið ykkur á síðuna mína, það mun auðvelda svefn minn á næturna :)

sunnudagur, nóvember 10, 2002

Nú er ég ein á Grensás, ég er hrædd, ég held að kjúklingarnir og froskarnir ætli að ráðast á mig og bíta mig í rassinn.... Hjálppppp.

Afhverju eru alltaf flestir sem maður þekkir það sama í svona prófum, erum við öll eins ??

Galadriel

Galadriel

Ef ég væri persóna í LOTR,
Væri ég Galadriel,
'Alafdrottning með meiru
og Jóna mundi verja mig.

Who would you be?
Zovakware Lord of the Rings Testwith
Perseus Web Survey Software

Helgin
Þetta var voða næs helgi bara verið að chilla og vinna og nú er ég byrjuð að læra. Ég verð að segja að ég hef orðið fyrir vonbrigðum með Charmed upp á síðkastið mér finnst þættirnir ornir alltof skrítnir og óraunverulegir, maður bíst nú ekki við að þeir séu raunsæir en öllu er hægt að ofgera...

fimmtudagur, nóvember 07, 2002

Jibbý
Í dag er gleðidagur því að þá skila ég alaskalúpínuritgerðinni minni í vistfræði, ég er næstum því búin með hana er að laga stafsetningu (sem ég er algjör sauður í) og á eftir að klára lokaorð en annars er ég búin :) Síðan vorum við Erna og Erla geðveikt duglegar í gær og kláruðum og skiluðum 3 seinustu erfðafræði skýrslunum, nú á ég bara eftir 1 umhvefisfræðifyrirlestur um innfluttar tegundir og það verður gaman að gera hann og síðan 3 vistfræðiskýrslur en ég þarf ekki að gera þær frekar en ég vill :) Þannig að í dag er mikill gleðidagur hjá mér :)

miðvikudagur, nóvember 06, 2002

Hversvegna bleikt og hversvegna kindur??
Fyrir ykkur sem skiljið ekkert í þessarri bleiku áráttu minni ætti ég kannski að útskýra hana, ég hef alltaf haft indi af því sem bleikt er og á mikið af bleikum fötum auk þess sem gsm síminn minn er bleikur og þar sem bleikur er uppáhalds liturinn minn lét ég bloggið mitt líka verið bleikt, Kindahúmorinn kemur út af því að seinasta haust leiddist mér oft í tímum og tók þá upp á því að teikna kindur á glósurnar mínar í gríð og erg ( fleirri kindur því meira leiddist mér). Síðan þegar að við vinkonurnar úr líffræðinni stofnuðum matarklúbb fékk hann nafnið sjö svangar kindur og auðvitað fékk ég viðurnefnið bleika kindin, því að ég er svo bleik. Og þar hafið þið það.

MIg langar samt í bleikarkindur á síðuna, ef einhver getur bent mér á síðu með myndum af kindum ( sérstaklega bleikum ) væri það vel þegið..

Bloggið er nú orðin óvinur nr. 1 ég er alltaf að vesenast í því að gera síðuna mína flotta í stað þess að skrifa ritgerð :( Síðan mín er samt orðin pínu fín, finnst ykkur ekki.

þriðjudagur, nóvember 05, 2002

Gestabók
Ég er forvitnari en allt og verð því að fá að vita hverjir skoða síðuna mína þannig að ég setti upp gestabók ( sorrý Herdís en ég stal myndinni þinni), þannig að verið dugleg að skrifa :)

mánudagur, nóvember 04, 2002

Á meðan ég var að skrifa þetta skoðuðu 2 síðuna mína jibbý

Skjár 1 er versti óvinur minn þessa dagana, ég er nefnilega forfallinn sjónvarpsfíkill og dett njög auðveldlega inn í sjónvarpsþætti og mjög erfitt með að slíta mig útúr þeim, þetta var okey á meðan stöð 2 og rúv voru bara, stöð 2 var ruglað og eina sem var hægt að horfa á á rúv var ER og sex and the city. Nú er skjár 1 kominn og þá er allt of mikið af skemmtilegum þáttum ég gæti vel verið föst fyrir framan skjáinn öll kvöld en ég er að reyna að halda aftur að mér og fylgjist bara með nokkrum þáttaröðum, survivor því að ef maður gerir þau mistök að horfa á fyrsta þáttinn er maður fastur alla seríuna, C.S.I því að það er bara hrein snilld og síðan er tilraunagaurinn svo sætur, Charmed því að ég á þá ósk heitasta að geta galdrað og síðan er Baltasor hetjan okkar Jónu ( hann er samt búin að missa svoldið sjarmann því hann er ekki lengur vondur) og síðan Judging Amy, því að hún er svo mikill sauður.
Þetta eru semsagt 4 sjonvarpsþættir sem ég horfi reglulega á og er orðin háð og ég er á góðri leið með að verða háð fleirri en ég reyni mitt besta til að forðast það og þetta er allt skjá 1 að kenna, hugsið ykkur hvað ég gæti gert margt uppbyggilegt í staðinn, farið að sprikkla í leikfimi eða LÆRT.
Bloggið er versti óvinur nr. 2 og ég held að ástæða þess sé augljós..

Kræklingakvöld
Það var snilldarlegt kræklingakvöld hjá HAXA á laugardaginn, þó svo að það hefði ekki verið mikið af krækling á staðnum ( pínu í súpunni) það var allavega nóg af fríu áfengi sem er það sem skiptir megin máli, ég held að ég hafi einusinni þurft að borga fyrir áfengi síðan skólinn byrjaði, sem er mjög sniðugt þar sem ég er að spara fyrir næsta sumar. Ég var reyndar mjög róleg í víninu, enda ætlaði ég að vera svoooo dugleg að læra í gær..... En það var kjúlli í matinn heima sem er minn uppáhaldsmatur, þannig að valið var auðvelt, kjúlli eða gera ritgerð, uhhmmm let my think kjúlli vinnur allt. Síðan var ég svo södd það sem eftir lifir kvöldsins að ég gerðist sjónvarpskartafla.

Teljari
Nú er ég komin með teljara á heimasíðuna mína og get þá séð hvort það er einhver þarna úti sem nennir að lesa um það sem er að gerast í lífi mínu sem er ekki mikið þessa stundina :( . Ég gæti náttúrulega verið voða dugleg að fara inn á hana sjálf og þá lítur út fyrir að ég eigi mjög marga vini... Það er sniðugt

sunnudagur, nóvember 03, 2002

Mín innri kind






Which flock do you follow?



Loksins, lokins er komin kind á heimasíðuna mína

Sunnudagsfílingur
Ég sit núna ein upp á Grensás og er að læra, ég held ég eigi ekkert líf...... okey kannski pínu.