mánudagur, nóvember 04, 2002

Kræklingakvöld
Það var snilldarlegt kræklingakvöld hjá HAXA á laugardaginn, þó svo að það hefði ekki verið mikið af krækling á staðnum ( pínu í súpunni) það var allavega nóg af fríu áfengi sem er það sem skiptir megin máli, ég held að ég hafi einusinni þurft að borga fyrir áfengi síðan skólinn byrjaði, sem er mjög sniðugt þar sem ég er að spara fyrir næsta sumar. Ég var reyndar mjög róleg í víninu, enda ætlaði ég að vera svoooo dugleg að læra í gær..... En það var kjúlli í matinn heima sem er minn uppáhaldsmatur, þannig að valið var auðvelt, kjúlli eða gera ritgerð, uhhmmm let my think kjúlli vinnur allt. Síðan var ég svo södd það sem eftir lifir kvöldsins að ég gerðist sjónvarpskartafla.