Búðarferð
Ég fór í bæin í gær að reyna að kaupa jólagjafir og gerði þau mistök að máta buxur í Zöru, hafið þið tekið eftir því hvað buxnastærðirnar í Zöru eru ansnalegar maður mátar buxur í einu nr. og þær eru alltof litlar og síðan mátar maður aðrar buxur í sama nr. og þær eru alltof stórar. S'iðan eru buxurnar hjá þeim svo síðar að manni líður alltaf eins og fitubollu í alltof síðum en of þröngum buxum í mátunarklefanum og hvað er það að hafa alltof bjart ljós inní mátunarklefanum þannig að allar hrukkur ( ég er reyndar laus við þær) og bólur og blettir sjást, auk þess sem að loftkælingin er það lítil að maður kafnar úr táfýlu af þeim sem hafa mátað síðustu daga á undan manni og er auk þess er maður að deyja úr hita........
Ég ætti kannski að gera´Jónu stíl og kaupa bara án þess að máta eða bara fara til útlanda 4 x á ári að versla því að það er skemmtilegt að versla í útlöndum og stundum ódýrara.
Þetta má ekki skiljast sem svo að ég sé á móti Zöru, hún er mesta snilld sem til er því hún er ódýr og ég versla þar mikið, fötin endast kannski ekki í mörg ár en þau duga á meðan þau eru í tísku. Það liggur við að ég fái hjartaáfall yfir verðinu þegar ég kem inní 17 og sé frekar venjulega litla boli á 5000 kr. það er nú okurbúlla í lagi enda versla ég mjög sjaldan við þá samsteypu ( ég verð þó að viðurkenna að á mínum yngri árum var ég svaka fan).
'eg fór síðan inní nýju búðina Vokal sem er svo sem með ágætum en DÝRUM fötum en ég hélt að sölumaðurinn ætlaði að ráðast á mig og reyna að troð'a mér í einhverjar pínulitlar gallabuxur sem kostuðu 10000 kr. ég er hrædd við ágenga sölumenn.
Nú er ég semsagt á svaka bömmer eftir verslunarferðina og ekki bætti úr skák að ég á ekki krónu til að kaupa neitt.
'eg er samt búin að ákveða að kaupa mér flott jólaföt fyrir þessi jól :)