mánudagur, nóvember 04, 2002

Skjár 1 er versti óvinur minn þessa dagana, ég er nefnilega forfallinn sjónvarpsfíkill og dett njög auðveldlega inn í sjónvarpsþætti og mjög erfitt með að slíta mig útúr þeim, þetta var okey á meðan stöð 2 og rúv voru bara, stöð 2 var ruglað og eina sem var hægt að horfa á á rúv var ER og sex and the city. Nú er skjár 1 kominn og þá er allt of mikið af skemmtilegum þáttum ég gæti vel verið föst fyrir framan skjáinn öll kvöld en ég er að reyna að halda aftur að mér og fylgjist bara með nokkrum þáttaröðum, survivor því að ef maður gerir þau mistök að horfa á fyrsta þáttinn er maður fastur alla seríuna, C.S.I því að það er bara hrein snilld og síðan er tilraunagaurinn svo sætur, Charmed því að ég á þá ósk heitasta að geta galdrað og síðan er Baltasor hetjan okkar Jónu ( hann er samt búin að missa svoldið sjarmann því hann er ekki lengur vondur) og síðan Judging Amy, því að hún er svo mikill sauður.
Þetta eru semsagt 4 sjonvarpsþættir sem ég horfi reglulega á og er orðin háð og ég er á góðri leið með að verða háð fleirri en ég reyni mitt besta til að forðast það og þetta er allt skjá 1 að kenna, hugsið ykkur hvað ég gæti gert margt uppbyggilegt í staðinn, farið að sprikkla í leikfimi eða LÆRT.
Bloggið er versti óvinur nr. 2 og ég held að ástæða þess sé augljós..