Hversvegna bleikt og hversvegna kindur??
Fyrir ykkur sem skiljið ekkert í þessarri bleiku áráttu minni ætti ég kannski að útskýra hana, ég hef alltaf haft indi af því sem bleikt er og á mikið af bleikum fötum auk þess sem gsm síminn minn er bleikur og þar sem bleikur er uppáhalds liturinn minn lét ég bloggið mitt líka verið bleikt, Kindahúmorinn kemur út af því að seinasta haust leiddist mér oft í tímum og tók þá upp á því að teikna kindur á glósurnar mínar í gríð og erg ( fleirri kindur því meira leiddist mér). Síðan þegar að við vinkonurnar úr líffræðinni stofnuðum matarklúbb fékk hann nafnið sjö svangar kindur og auðvitað fékk ég viðurnefnið bleika kindin, því að ég er svo bleik. Og þar hafið þið það.