...
Blaðrað útí eitt
fimmtudagur, október 31, 2002
Bögg
Hey ekkert bögg Jóna..., ég hitti vini svo sjaldan núna ( ég er alltaf að læra eða á æfingu eða lasarus eða að vinna, ég held að ég hafi svoldið mikið að gera) þannig að mér finnst voða gaman að deila ''skemmtilega'' hugarheimi mínum með ykkur og fá fréttri af ykkur í gegnum bloggið.
Veikindi
'Eg er búin að vera lasin seinustu tvo daga, ekkert gaman... En nú er ég mætt aftur og svæðið og farinn að læra
Hvað annað...
mánudagur, október 28, 2002
Hvað er Bryndís að gera núna ???
Hún er til mikillar undrunar að læra, listinn er samt að minnka hjá mér ég er að verða búin með 1 erfðafræðiskýrslu ( Erna er að klára hana) og ég er bryjuð á annarri þannig að það er bara um 1,5 eftir. Jibbý og síðan er ég hálfnuð með vistfræðiskýrsluna, þetta fer allt minnkandi.
Trúlofun
Vinkona mín var að trúlofa sig í gær... Jibbý til hamingju.
Ég veit samt ekki hvort ég megi segja þannig að ég læt vita leið og ég má.
Það eru samt ekki Hilda og Villi það var fyrsta gisk hjá Hauki....
kærastinn minn
Hann heitir Haukur Páll og er í iðnrekstrarfræði í Tækniháskóla Íslandi og er alltaf lærandi. ( ég er það reyndar líka þannig að ég get lítið kvartað). En hann er voða sætur og góður, nema þegar hann þykist vera mannæta og ætlar að borða mig. Hann á líka heimasíðu sem ekki er búið að uppfæra í 2 ár en þar eru þó nokkrar sætar myndir af okkur saman. Við ætlum ásamt Hildu og Villa að vera út í Asíu allt næsta sumar ( vonandi koma fleirri með), það verður svaka stuð.
Svín eru heppinn
Fullnæging svína stendur í 30 mínútur, þetta er staðreynd sem ég fékk send á meili frá Svanborgu... Pælið í þessu, þau eru nú frekar heppinn. Þetta yrði nú samt svoldið óþægilegt, það tæki alltof langan tíma að fá sér einn stuttann ( og sumir yrðu þá alltaf alltof seinir í partý.....) og maður yrði nú helv.. lengi að jafna sig eftirá .
Það væri samt gaman að prófa þetta svona einu sinni, tvisvar...
föstudagur, október 25, 2002
Læra,læra,læra,læra
Ví ég er búin að skila vistfræðiskýrslunni og er að skrifa ritgerð um lúpínu og það er mjög gaman´:)
Hversvegna er hrúgast alltaf allt skemmtilegt niður á einn dag tökum t.d. laugardaginn 2.nóv. Þá er kræklingartína og kræklingarkvöld hjá HAXA, ég á líka að vera að keppa í handbolta og það eru tvenndarleikar hjá ítr( vinnunni minni) sem er svona karóki og keilukeppni og ´síðan var gaurinn sem vinnur á móti mér á sendibílnum að biðja mig um að skipta við sig þannig að ég yrði að vinna 2 nóv. Mér fannst leiðinlegt að þurfa að segja nei við hann því hann biður mig aldrei um það nema hann sé að fara að gera eitthvað mjög merkilegt: ( Hversvegna er þetta alltaf svona :(
Prófið búið
Bara sæla ég þarf aldrei að hugsa um sveppi og þörunga aftur, þeir eru nú reyndar ansi áhugaverðir, þannig að ef þið viljið vita meira talið þá bara við mig :)
Mér gekk bara alveg ágætlega, skriflegi hlutinn var lítið mál en ég klúðraði pínu í verklega hlutanum en það er okey, því að hann gilti bara 5% af 20% prófi.
Nú eru bara 3 erfðafræðiskýrslur, 4 vistfræðiskýrslur ( + þessi sem ég er að klára), ein 4-6 bls ritgerð ( er einmitt að fara að gera hana á eftir) og einn 35 mín. fyrirlestur . Bara L'ITIÐ eftir og síðan koma víst próf í des. Ég er með hörmulega próftöflu próf 10,12,13 og 20 des. hörmung. Það verður gaman hjá mér...
jæja best að drífa sig að fara að læra nóg að gera.
Ég held ég sé farin yfirum, ég er ein upp á Grensás að reyna að skilja þörunga og sveppi á meðan að Haukur er að horfa á einhverja klámynd, okey þetta er reyndar heimildarmynd um Ronny Jeromy og síðan er hann með uppistand á eftir, en comon það er einhvað kinki við heimildarmynd um klámyndaleikara, það eru ábyggilega fullt af nöktum stelpum í henni. Og nakinn Ronny Jeromy fyrir okkur stelpurnar ( ég bið nú frekar um Brad Pit eða Heather Lodge)...
Ég er líka einmanna er alein í stóra Grensás með litlu sætu kjúklingunum ( nei ég er ekki orðin klikk það eru þrír litlir sætir kjúklingar hérna í búri) og froskunum.
Vissu þið að sveppir eru skyldari dýrum en plöntum ..........
fimmtudagur, október 24, 2002
miðvikudagur, október 23, 2002
Hver stal Hocheimerflöskunni ???
Það er stóra spurninginn ??? Voru það fólkið sem kom í heimsókn eða voru það við ??? Eða var einhver svo fullur að hann drakk flöskuna og man ekki eftir því ???? Ég held samt að það hafi verið músin hún þurfti eitthvað til að skola prince kexinu niður með.
Ég sé sveppi.......... Er að fara yfirum á þessum lærdómi.
Ég er samt mjög fegin að þetta próf sé núna ég mundi enda á kleppi ef ég þyrfti að læra alla þessa lífsferla fyrir lokapróf. :)
Best að hætta þessu rugli og fara aftur að sveppast
:)
Það verður lítið skrifað þessa vikuna er að fara í próf um þörunga og sveppi á föstudaginn, gaman,gaman
fimmtudagur, október 17, 2002
mánudagur, október 14, 2002
Ég er búin að vera mjög ódugleg að skrifa en nú ætla ég að reyna að bæta úr því...
Ég fór í vísindarferð með HAXA ( sem er hagsmunafélag líffræðinema , ég er einmitt gjaldkeri þar money.money..) til Sandgerðis að skoða botndýrasafn þar. Þegar við komum þanngað var byrjað á að fara stuttan túr um staðin, það var frekarlítið í gangi þar núna og því lítið að skoða. Síðan var komið að aðal málinu að fá hina frægu sandgerðisbollu og mæjónessamlokur.. Þetta tvennt er það sem ferðin er þekkt fyrir. Bollan var litrík að vanda og var svona einhvernveginn skær gul/græn og það var nóg af henni. Þar sem ég var svo óheppin að vera að fara að vinna morguninn eftir gat ég ekki drukkið :( Það var samt mjög gaman að fylgjast með öllum fyllibyttunum. Eftir að allir höfðu drukkið nóg ( og sumir of mikið) var haldið af stað í bæinn. Í rútinni á heimleiðinni var haldin hin víðsfræga klámbrandarakeppni Jörundar, það var liggurvið slegist um micrafónin og úrslitin voru ekki ljós fyrrr en rútan stoppaði.. Það var sagt að það hefði orðið jafntefli á milli 2 og 3 ársins en lítill fugl sagði mér að 2 árið hefði verið 1 stigi yfir og því unnið :)
Það var haldið á ASTRO eftir og þar var dansað og jammað ásamt Skotum fram á nótt ( það er víst satt að þeir eru commando undir pilsinu :))
'eg var reyndar ansi þreytt og fór heim að sofa um 12 en var síðan æðislega góð kærasta og sótti fullan kærasta niður´í bæ kl. 2.
miðvikudagur, október 09, 2002
Það var svaka stuð um helgina það var árlegt teqilafyllerí hjá okkur vinkonunum :) Það var mætt kl: 20 nema Ólöf sem var löglega afsökuð ( híhíhí) og mætti því ekki fyrrr en 21. Það var síðan sturtað í sig 7 staupum af teqila með salti og sítrónum ( Hilda notaði reyndar kanill og appelsínur ??) í þremur atrennum Jæja þessi 7 staup voru ekki nóg þannig að það var sturtað í sig smá vodka áður en haldið var niður í bæ.... Þótt ótrúlegt megi virðast lifðum við allar leigubílaferðina af og komust á Astro( maður fær nefninlega frítt þanngað inn ef maður er í ákv. nemendafélögum) á Britney Spears kvöld. Við Jona vorum ekki alveg hættar þá og fengum okkur 3 staup, þetta háskólatilboð er nefnilega ekki alltof sniðugt því að maður tímir því að fá sér staup á barnum sem er ekki sniðugt þegar að maður kemur á hausnum inn á staðinn. Það var samt svaka fjör á ASTRO og mikið dansað og tjúttað um 3 leitið voru við samt allar orðnar uppgefnar ( en Ólöf hafði þó farið heim fyrr il hans Péturs, hann er nú aðeins heima um helgar). Villi var sannkallaður riddarri á svörtum Audi og kom og sótti okkur fyllibytturnar og keyrði okkur heim. Villi ég skulda þér tælenskan bjór.