mánudagur, október 14, 2002

Ég er búin að vera mjög ódugleg að skrifa en nú ætla ég að reyna að bæta úr því...
Ég fór í vísindarferð með HAXA ( sem er hagsmunafélag líffræðinema , ég er einmitt gjaldkeri þar money.money..) til Sandgerðis að skoða botndýrasafn þar. Þegar við komum þanngað var byrjað á að fara stuttan túr um staðin, það var frekarlítið í gangi þar núna og því lítið að skoða. Síðan var komið að aðal málinu að fá hina frægu sandgerðisbollu og mæjónessamlokur.. Þetta tvennt er það sem ferðin er þekkt fyrir. Bollan var litrík að vanda og var svona einhvernveginn skær gul/græn og það var nóg af henni. Þar sem ég var svo óheppin að vera að fara að vinna morguninn eftir gat ég ekki drukkið :( Það var samt mjög gaman að fylgjast með öllum fyllibyttunum. Eftir að allir höfðu drukkið nóg ( og sumir of mikið) var haldið af stað í bæinn. Í rútinni á heimleiðinni var haldin hin víðsfræga klámbrandarakeppni Jörundar, það var liggurvið slegist um micrafónin og úrslitin voru ekki ljós fyrrr en rútan stoppaði.. Það var sagt að það hefði orðið jafntefli á milli 2 og 3 ársins en lítill fugl sagði mér að 2 árið hefði verið 1 stigi yfir og því unnið :)
Það var haldið á ASTRO eftir og þar var dansað og jammað ásamt Skotum fram á nótt ( það er víst satt að þeir eru commando undir pilsinu :))
'eg var reyndar ansi þreytt og fór heim að sofa um 12 en var síðan æðislega góð kærasta og sótti fullan kærasta niður´í bæ kl. 2.