miðvikudagur, október 09, 2002

Það var svaka stuð um helgina það var árlegt teqilafyllerí hjá okkur vinkonunum :) Það var mætt kl: 20 nema Ólöf sem var löglega afsökuð ( híhíhí) og mætti því ekki fyrrr en 21. Það var síðan sturtað í sig 7 staupum af teqila með salti og sítrónum ( Hilda notaði reyndar kanill og appelsínur ??) í þremur atrennum Jæja þessi 7 staup voru ekki nóg þannig að það var sturtað í sig smá vodka áður en haldið var niður í bæ.... Þótt ótrúlegt megi virðast lifðum við allar leigubílaferðina af og komust á Astro( maður fær nefninlega frítt þanngað inn ef maður er í ákv. nemendafélögum) á Britney Spears kvöld. Við Jona vorum ekki alveg hættar þá og fengum okkur 3 staup, þetta háskólatilboð er nefnilega ekki alltof sniðugt því að maður tímir því að fá sér staup á barnum sem er ekki sniðugt þegar að maður kemur á hausnum inn á staðinn. Það var samt svaka fjör á ASTRO og mikið dansað og tjúttað um 3 leitið voru við samt allar orðnar uppgefnar ( en Ólöf hafði þó farið heim fyrr il hans Péturs, hann er nú aðeins heima um helgar). Villi var sannkallaður riddarri á svörtum Audi og kom og sótti okkur fyllibytturnar og keyrði okkur heim. Villi ég skulda þér tælenskan bjór.