föstudagur, október 25, 2002

Prófið búið
Bara sæla ég þarf aldrei að hugsa um sveppi og þörunga aftur, þeir eru nú reyndar ansi áhugaverðir, þannig að ef þið viljið vita meira talið þá bara við mig :)
Mér gekk bara alveg ágætlega, skriflegi hlutinn var lítið mál en ég klúðraði pínu í verklega hlutanum en það er okey, því að hann gilti bara 5% af 20% prófi.
Nú eru bara 3 erfðafræðiskýrslur, 4 vistfræðiskýrslur ( + þessi sem ég er að klára), ein 4-6 bls ritgerð ( er einmitt að fara að gera hana á eftir) og einn 35 mín. fyrirlestur . Bara L'ITIÐ eftir og síðan koma víst próf í des. Ég er með hörmulega próftöflu próf 10,12,13 og 20 des. hörmung. Það verður gaman hjá mér...
jæja best að drífa sig að fara að læra nóg að gera.