föstudagur, október 25, 2002


Ég held ég sé farin yfirum, ég er ein upp á Grensás að reyna að skilja þörunga og sveppi á meðan að Haukur er að horfa á einhverja klámynd, okey þetta er reyndar heimildarmynd um Ronny Jeromy og síðan er hann með uppistand á eftir, en comon það er einhvað kinki við heimildarmynd um klámyndaleikara, það eru ábyggilega fullt af nöktum stelpum í henni. Og nakinn Ronny Jeromy fyrir okkur stelpurnar ( ég bið nú frekar um Brad Pit eða Heather Lodge)...
Ég er líka einmanna er alein í stóra Grensás með litlu sætu kjúklingunum ( nei ég er ekki orðin klikk það eru þrír litlir sætir kjúklingar hérna í búri) og froskunum.
Vissu þið að sveppir eru skyldari dýrum en plöntum ..........