mánudagur, október 23, 2006

Af hverju...
Er ég ekki í mastersnámi í Tromsö ??? Þar eru nefninlega mastersnemarnir í plöntuvistfræði að fara í tveggja vikna kúrs til Chile ... Hefði ekkert á móti því að skella mér þangað.

Annars er allt gott að frétta er bara búin að vera að vinna úr sýnum eins og mófó, skítug uppfyrir haus. Fór reyndar í sumó um þar seinustu helgi það var snilld (Jelloskot eru góð) og svo var útskriftar/afmælisdagur á laugardaginn. Út að borða með fjölskyldunni á Tapas í tilefni 20 afmælis LITLA bróður (sem er víst ekki lengur lítill), svo kíkt í útskrift hjá Dóru og Siffa í 5 mínútur áður en brunað var í fögnuðinn hjá Herdísi. Algjör snilld, fórum svo í þrítugsafmæli hjá einhverjum vini vinkonu Herdísar en kíktum svo niður í bæ þegar að móðir drengsins henti okkur út (híhí...held samt að hann sé búsetur í útlöndum). Bærinn var fullur af útlendingum og öðru fólki, langar raðir allstaðar og MJÖG kalt úti entist ekkert voða lengi.. en gaman samt.. er svo fyndið að fylgjast edrú með pissfullu fólki.

Finnst reyndar alltaf svaka fyndið þegar að ég fer niður í bæ að hitta nemendur mína (þ.e. er búin að vera kenna fyrsta árinu í líffræði verklega grasafræði seinustu 3 árin), hehe, finnst alltaf þá að ég þurfi að vera virðuleg.

Er farinn að klæja í fingurna að komast á almennilegt bæjarfyllerí, sannfærði (jæja þurfti nú ekki mikla sannfæringu) Herdísi og Ernu á laugardaginn að það væri sko alveg komin tími til að halda ærlegt kindabæjardjamm. Ekki samt um næstu helgi því þá verð ég í Stokkhólm að heimsækja systur mína og Ginatricot, H&M, din sko, skopunkten og Stadium.

föstudagur, október 13, 2006

Actavis dressið


Er ég ekki fín í appelsínugulu ??

miðvikudagur, október 11, 2006

Óskipulag..

Það þyrmdi allt í einu yfir mig þegar ég sat og reyndi að skipuleggja hvað ég skyldi gera næst. Ég á eftir að gera svo mikið í mastersverkefninu mínu og veit ekkert á hverju ég á að byrja.
Úff þetta er erfitt
Get ómögulega unnið svona, verð að skipta þessu niður í litla búta og skipuleggja svo í hvaða röð ég vinn í þessu. Fúnkera ekki í svona óskipulagi.

Já Bryndís litla vill hafa skipulag í kringum sig.

mánudagur, október 09, 2006

Virðisaukaskattur og tollar af matvælum lækka 1. mars

Það er nú einhver kosningalykt af þessu, en húrra fyrir þessu.

Harðsperrur

Haldiði að mín hafi ekki skellt sér aftur í World Class eftir sumarfrí, búin að kaupa mér árskort og alles. Byrjaði fyrir tveimur vikum og gat náttúrulega ekki verið minni maður en ég var í fyrra, sérstaklega þar sem að nú hef ég 4 dygga stuðningsaðila með mér. Fór semsagt 6 sinnum fyrstu vikuna og það sama aðra vikuna....Þetta eru eru búnar að vera 2 vikur af harðsperrum dauðans, ég kvíði þess að fara uppí skóla þar sem að skrifstofan mín er á annarri hæð, er reyndar lyfta en ég get bara ekki gert egóinu mínu það að taka lyftuna upp, komon þetta eru bara um 20 tröppur...20 kvalarfull skref, vegna skemmda á vöðvunum.... Æ þetta hlýtur samt að fara að minnka, vöðvarnir hljóta að fara að venjast álaginu, ég get ekki gengið upp stigann eins og ólétt belja á svelli það sem eftir er vetrarins....

Ég kenni groove stepinu algjörlega um þetta, verð samt að viðurkenna með trega að mér finnst þessir tímar bara ansi skemmtilegir, þó að það séu flóknar rútínur á pöllum. Svei mér ef að annar af tveimur vinstrifótunum mínum er ekki bara að breytast í hægri fót með árunum. Ég næ allavega öllum sporunum, þetta verður bara svolítið erfitt í enda tímans þegar svitinn lekur ef mér eins og gullfoss á góðum degi og ég næ varla anda af þreytu og á svo að fara að muna alla rútínuna frá upphafi og setja öll sporin saman. Humm hvort kom mambóið eða flugvélin á undan eða var það kannski skeifan...Þetta er erfitt líf.

föstudagur, október 06, 2006

HALLÓ ER EINHVER EÐA EITTHVAÐ ÞARNA ÚTI ....

Er farinn að halda að þið séuð öll hætt að nenna að lesa þetta. Er ég svona hræðilegur penni . Sniff, sniff

Jæja hættum að væla og förum í fréttirnar

Fór í snilldar innflutningspartý hjá Hildu og Villa seinasta laugardagskvöld. Aðeins var spiluð tónlist frá 90-97 og fórum við vinkonurnar á kostum á dansgólfinu ásamt two unlimeted, Bo, les ketchup og fleirri góðum. Verð þó að hrósa Gunnari fyrir góðan muller og Gunnadans og Sigga fyrir ljótudanssyrpuna sína, mér finnst verkamannadansinn flottastur. Jóna var svo í eintómri klípu allt kvöldið, festist í layserboynum og svo líka í buffinu. Þema kvöldsins voru semsagt appelsínugul actavis buff sem allir urðu að bera, í byrjun voru þau aðeins settleg á öklum og úliðum fólks en er bollan kláraðist voru sumir komnir í þennan fína appelsínugula kjól með svitaband og legghlífar í stíl allt merkt actavis (ekki skal þess getið hver það var en ykkur er frjálst að giska, actavis buff í verðlaun ;)). Við Haukur vorum eins og sannir nágrannar og stauluðumst seinust heim (eða hlupum, það var helv. kalt).

Jæja þá er best að hætta þessu rugli og fara aftur að telja fræ.