mánudagur, október 09, 2006

Harðsperrur

Haldiði að mín hafi ekki skellt sér aftur í World Class eftir sumarfrí, búin að kaupa mér árskort og alles. Byrjaði fyrir tveimur vikum og gat náttúrulega ekki verið minni maður en ég var í fyrra, sérstaklega þar sem að nú hef ég 4 dygga stuðningsaðila með mér. Fór semsagt 6 sinnum fyrstu vikuna og það sama aðra vikuna....Þetta eru eru búnar að vera 2 vikur af harðsperrum dauðans, ég kvíði þess að fara uppí skóla þar sem að skrifstofan mín er á annarri hæð, er reyndar lyfta en ég get bara ekki gert egóinu mínu það að taka lyftuna upp, komon þetta eru bara um 20 tröppur...20 kvalarfull skref, vegna skemmda á vöðvunum.... Æ þetta hlýtur samt að fara að minnka, vöðvarnir hljóta að fara að venjast álaginu, ég get ekki gengið upp stigann eins og ólétt belja á svelli það sem eftir er vetrarins....

Ég kenni groove stepinu algjörlega um þetta, verð samt að viðurkenna með trega að mér finnst þessir tímar bara ansi skemmtilegir, þó að það séu flóknar rútínur á pöllum. Svei mér ef að annar af tveimur vinstrifótunum mínum er ekki bara að breytast í hægri fót með árunum. Ég næ allavega öllum sporunum, þetta verður bara svolítið erfitt í enda tímans þegar svitinn lekur ef mér eins og gullfoss á góðum degi og ég næ varla anda af þreytu og á svo að fara að muna alla rútínuna frá upphafi og setja öll sporin saman. Humm hvort kom mambóið eða flugvélin á undan eða var það kannski skeifan...Þetta er erfitt líf.