Af hverju...
Er ég ekki í mastersnámi í Tromsö ??? Þar eru nefninlega mastersnemarnir í plöntuvistfræði að fara í tveggja vikna kúrs til Chile ... Hefði ekkert á móti því að skella mér þangað.
Annars er allt gott að frétta er bara búin að vera að vinna úr sýnum eins og mófó, skítug uppfyrir haus. Fór reyndar í sumó um þar seinustu helgi það var snilld (Jelloskot eru góð) og svo var útskriftar/afmælisdagur á laugardaginn. Út að borða með fjölskyldunni á Tapas í tilefni 20 afmælis LITLA bróður (sem er víst ekki lengur lítill), svo kíkt í útskrift hjá Dóru og Siffa í 5 mínútur áður en brunað var í fögnuðinn hjá Herdísi. Algjör snilld, fórum svo í þrítugsafmæli hjá einhverjum vini vinkonu Herdísar en kíktum svo niður í bæ þegar að móðir drengsins henti okkur út (híhí...held samt að hann sé búsetur í útlöndum). Bærinn var fullur af útlendingum og öðru fólki, langar raðir allstaðar og MJÖG kalt úti entist ekkert voða lengi.. en gaman samt.. er svo fyndið að fylgjast edrú með pissfullu fólki.
Finnst reyndar alltaf svaka fyndið þegar að ég fer niður í bæ að hitta nemendur mína (þ.e. er búin að vera kenna fyrsta árinu í líffræði verklega grasafræði seinustu 3 árin), hehe, finnst alltaf þá að ég þurfi að vera virðuleg.
Er farinn að klæja í fingurna að komast á almennilegt bæjarfyllerí, sannfærði (jæja þurfti nú ekki mikla sannfæringu) Herdísi og Ernu á laugardaginn að það væri sko alveg komin tími til að halda ærlegt kindabæjardjamm. Ekki samt um næstu helgi því þá verð ég í Stokkhólm að heimsækja systur mína og Ginatricot, H&M, din sko, skopunkten og Stadium.