miðvikudagur, apríl 13, 2005

Why ???

Hversvegna fær maður harðsperrur...er gjörsamlega að drepast í glutusnum, lærunum og svo tvíhöfðanum... get varla sitið sökum eymsla í vöðvum...kenni rabblabbtúrnum í gær um , sem og geðveikum spörkum og hnébeyjum æi brennslukickbox... og ég sem er að fara aftur í kvöld... Það mætti halda að maður væri haldin sjálfpíningarkvöl...sem er svosem ábyggilega satt að nokkru leiti...
Annars er ég nú ekkert alltof sátt yfir framistöðu minni á vigtinni ..þessi 4,5 kíló sem áætlað var að losa sig við fyrir Tyrkland eru ekki alveg nógu dugleg að fara....jú það er eitt farið en enn 3,5 eftir og aðeins 44 dagar til stefnu.. Held því samt fram að fitufrumurnar hafi skroppið saman..og vöðvafrumurnar tútnað út -> engin nettó missir á kílóum....Versta hvað ég er þrjósk, er reyndar búin að sætta mig við að ná ekki alveg markmiðinu....en ég SKAL (GÆS) vera komin undir þann tug sem ég er núna í ..aðeins 2,6 kíló sem þá þurfa að fara aður en að ég get farið að versla í H&M....Nú ef í harðbakkan slær er alltaf hægt að skella sér á Hollywood kúrinn tveimur dögum áður en að maður fer út ...nú eða ódýrara að kaupa sér bara laxerandi og drekka appelsínudjú s;)... Híhí...nei held ekki..er ekki alveg til í að láta líða yfir mig á Kastrup..... svo held ég að ég gæti ekki sleppt því að borða...komon ég er sísvöng fyrir og samt borða ég 5-6 sinnum á dag.... Minnist þess ætið sem að sagt var við mig eftir að ég var búin að vera með ónefndum aðila á sólarströnd í tvær vikur og borða allan tímann þannig að ég væri passlega södd...." Bryndís hvar feluru eiginlega þessi 200 kg... þú borðar svo mikið".... já þeir gömlu góðu dagar þegar að maður gat étið eins og svín og vigtinn breytist ekki....en svo byrjaði maður í Háskóla Íslands og þá breytist allt... Kallarnir fóru að fá bjórvömb og kellurnar ástarhöldur..
Æ þið verðið að afsaka þetta sífella röfl í mér....ég er bara með líkamsrækt á heilanum þessa dagana...og er ekki alveg nógu sátt við það hvað allt gengur hægt...