fimmtudagur, júlí 29, 2004

Til hamingju með afmælið Gunnar ....

Lífið er furðulegt !

miðvikudagur, júlí 28, 2004

EINMANNA KIND

Já kindin er einmanna í vinnunni þessa dagana...bara varla sálu að sjá í Öskju..eintómir útlendingar og síðan eitthvað fólk sem ég kannast ekkert við.... Allir mastersnemarnir sem ég þekki á bak og burt og Gógó hefur gufað upp.....síðan er hún Rósa búin að yfirgefa staðinn og farinn að vinna í hljóðfærabúð.....ég sakna ykkar.... það er ekkert gaman að vera svona einn og yfirgefin í þessu stóra húsi..sniff, sniff

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Jibbý , jibbý..jibbý

þar sem að ég á nú íbúð (næstum því á bara eftir að skrifa undir kaupsamning) þá endilega ef þið vitið um einhvern sem er að fara að losa sig við húsgögn o.þ.h. þá tala við mig. okkur vantar næstum allt..eigum reyndar sjónvarp, dvd, rúm, skrifborð, sófa, hillur og eitthvað smotterí meira. ostabakka, eldfastmót hnífapör, glös og hnífa

Bíbí og Hawk ERU ORÐNIR ÍBÚÐAREIGENDUR

Vorum að fá að vita að tilboð okkar í íbúðina í laufrima 18 var samþykkt..vibbý og við fáum afhent 1.okt kl. 12 ...þannig að það verður grillpartý í fína garðinum mínum eftir það:)

OHMG...
Ég og Baukur erum að fara að gera tilboð í íbúð á eftir..... jibbý.... íbúð sem við viljum fá ..flott með góðu eldhúsi og stórri stofu og GARÐI...fyrir alllar grillveislurnar..... Vonum bara að við fáum hana....Hún er frekar dýr...en samt ekkert sem við ráðum ekki við .... kannski bara sultarólar  og núðlusúpur í þrjá mánuði en það er alveg þess virði fyrir þessa íbúð...´..Það eru reyndar komin nokkur tilboð í hana en við ætlum að reyna að gera best...því að einn tveir hundraðþúsundkallar til eða frá skipta litlu máli...nokkrir hundrarkallar af afborgun á láninu og smá meiri útgjöld við útborgun.(svona eins og tvö skópör eða svo...)
jæja best að fara.....

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Ég er kominn í bæinn aftur ....
Þett a gekk bara svaka vel hjá okkur þannig að ég þarf ekki að fara á skeiðarárssand að vinna eftir verslunarmannahelgina og get því verið að ferðast um landi með honum Hauki bauki ..´jibbú það verður gaman....annars er vikan búin að vera fín...er búin að vera að gróðurgreina og þekjumæla á Skeiðarársandi ..gaman gaman...sérstaklega þar sem að latneskan hjá mér tekur miklum framförum..ég get allavega sagt nöfnin en jæja ég held að stafsetning sé ekki úpp á marga fiska....

 
Eins og þið sjáið er margt og mikið að gera hjá mér þessa daganna ....eða hittó..... en það er samt svaka gaman í vinnunni enda fátt skemmtilegra en að liggja í jörðinni með vatnajökul í baksýni og skoða plöntur...eru þið ekki sammála....

Var planað að taka tequila um helgina en mér skilst að sumir hafi farið frekar illa út úr seinustu helgi og að aðrir séu að vinna ...:(
Annars er hæun Unnur vinkona komin til landsins ásamt honum Danna ....velkomin heim unnur og Danni ;) 

 

fimmtudagur, júlí 15, 2004

Humm...
Ég og Rósa vorum að spá í að skella okkur með næstu flugvél til útlanda í hádeginu í dag en boðuðum í staðinn til hópferðar á Austurvöll. Algjör snilli. Jenný kom og sótti okkur á nýja fína bílnum sínum og Karólína og Gógó slógust með í för... Helmingurinn fór svo á Nonnabita og hinn (sem fast Nonnabiti vera of mikil minning um sveittar nætur í miðborginni eða bara vondur) fóru á Subway. síðan var hist á Austurvelli og étið ...namm..namm mæli með að þetta verði gert aftur var frábært :):) fyrir utan rónana sem vildu endinlega tala við okkur....en því miður þá skildum við ekki Íslensku...;)

Ohh
Ætluðum að fara að skoða nokkrar íbúðir í gær og það var bara búið að selja þær allar (nú kannski pínu ýkt en þaðv ar búið að selja 3 af 6 sem við hringdum í :()

ÉG er komin með fiðring í tærnar og farinn að verkja í ferðaheilastöðinna..
MIG LANGAR AÐ FARA AÐ FERÐAST TIL ÚTLANDA....... og ekki bara í einhverja helgarferð (þó að það myndi nú ábyggilega svæfa heilastöðina í smá tíma)nei fara á flakk......er orðin græn að lesa um svaðilfarir vina minna í útlöndunum, Hrói, Spánn, Þýskaland, Ástralía, Afríka og fleirra og fleirra....... en nei..ég kemst víst ekkert út á næstunni, jæja fyrir utan nokkra daga ferð til köben í október....sem er eiginlega of stutt nánast bara tími til að versla og fara á árshátíð..... Ég hefði ekkert á móti því að fljúga til köbeen og vera úti í svona mánuð, heimsækja alla vini mína í Danmörku og fara svo yfir til Svíþjóðar og Noregs og heimsækja ættingja og vini mína sem verða þar...og svo að fljúga yfir til Englands og heimsækja alla þar....ohhh kannksi geri ég það bara í haust...humm, vinir mínir sem verða í útlandinu næsta vetur má ég ekki koma í heimsókn ?????

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Tók því rólega í dag ákvað að vera bara í vinnunni til hádegis ... á það nú alveg inni...var að vinna alla seinustu viku til 7 8 á kvöldin á Skeiðarársandi... slappaði bara af og horfði á vini...
Það er alveg ótrúlegt hvað ég er dottinn út úr öllu sjónvarpsglápi ..eina sem ég horfi á er the O.C...enda snildar þáttur með öllu sem til þarf, ríku fallegu fólki, ástarflækjur, vondu mömmuna, vonda pabban, vandræða systirina og besta vininn, slys, geðræn vandamál, veislur og einstaka slagsmál og svo auðvita sætum strákum ...........eins og ég segi allt sem góður þáttur þarf að hafa ;).......
Við haukur erum á fullu að skoða íbúðir þessa dagana erum búin að skoða þrjár og erum að fara að skoða nokkrar á næstu dögum... erum ekki en búin að detta niður á neitt sem að hefur heillað okkur nógu mikið en það hlýtur að koma á endanum....og þá verður sko öllum boðið í innfluttningspartý :)

Tók því rólega í dag ákvað að vera bara í vinnunni til hádegis ... á það nú alveg inni...var að vinna alla seinustu viku til 7 8 á kvöldin á Skeiðarársandi... slappaði bara af og horfði á vini...
Það er alveg ótrúlegt hvað ég er dottinn út úr öllu sjónvarpsglápi ..eina sem ég horfi á er the O.C...enda snildar þáttur með öllu sem til þarf, ríku fallegu fólki, ástarflækjur, vondu mömmuna, vonda pabban, vandræða systirina og besta vininn, slys, geðræn vandamál, veislur og einstaka slagsmál og svo auðvita sætum strákum ...........eins og ég segi allt sem góður þáttur þarf að hafa ;).......
Við haukur erum á fullu að skoða íbúðir þessa dagana erum búin að skoða þrjár og erum að fara að skoða nokkrar á næstu dögum... erum ekki en búin að detta niður á neitt sem að hefur heillað okkur nógu mikið en það hlýtur að koma á endanum....og þá verður sko öllum boðið í innfluttningspartý :)

mánudagur, júlí 12, 2004

Jæja þá er maður kominn aftur í eril stórborgarinnar og hættur að vera SAS..Er búin að vera á Skeiðarársandinum seinustu vikuna að saga niður birkiplöntur til aldursgreiningar og að næla þær frá toppi til táar.... Verð að segja að þetta er nú bara ansi skemmtilegt jobb...þanngað til að ég fer að lesa bloggið hennar ernu ástralíugellu og þá verð ég bara græ af öfund..mig langar að fara að ferðast...veit ekki hvort að ég meika það að geta ekkert ferðast í ár...er reyndar að skreppa til Danmerkur í Október í þrjá daga en það er nú ekki ferðalag..erum reyndar mæðgurnar að spá í að fara í stelpu verslunarleiðangur eitthvert til útlanda en mig langar til að fara að bakpokast...stefnan er nú reyndar sett á að fara eitthvað næsta haust þ.e. 2005 þ.e. í einn mánuð en það verður bara að koma í ljós....Þarf reyndar að fara eitthvað út að taka kúrsa þegar að ég byrja í masternum ...jibbú en´mig langar samt voðalega að farao og ferðast um heiminn....kannksi aðég slái bara öllu upp í kærukeysi þegar að ég er búin með masterinn og dreg hauk bauk á flakk með mér um heiminn í ár.......................jæja annars er lítið að frétta af mér ..nema það að mig dreymir ekki annað en óléttur þessa daganna ..humm hver skildi vera óléttur...ekki er það ég að minnstakosti...