fimmtudagur, júlí 15, 2004

ÉG er komin með fiðring í tærnar og farinn að verkja í ferðaheilastöðinna..
MIG LANGAR AÐ FARA AÐ FERÐAST TIL ÚTLANDA....... og ekki bara í einhverja helgarferð (þó að það myndi nú ábyggilega svæfa heilastöðina í smá tíma)nei fara á flakk......er orðin græn að lesa um svaðilfarir vina minna í útlöndunum, Hrói, Spánn, Þýskaland, Ástralía, Afríka og fleirra og fleirra....... en nei..ég kemst víst ekkert út á næstunni, jæja fyrir utan nokkra daga ferð til köben í október....sem er eiginlega of stutt nánast bara tími til að versla og fara á árshátíð..... Ég hefði ekkert á móti því að fljúga til köbeen og vera úti í svona mánuð, heimsækja alla vini mína í Danmörku og fara svo yfir til Svíþjóðar og Noregs og heimsækja ættingja og vini mína sem verða þar...og svo að fljúga yfir til Englands og heimsækja alla þar....ohhh kannksi geri ég það bara í haust...humm, vinir mínir sem verða í útlandinu næsta vetur má ég ekki koma í heimsókn ?????