mánudagur, mars 31, 2003

Kökuboð Rósu
Var algjör snilld þar hittust nokkrir velvaldir líffræðinemar og átu á sig gat og ræddu um ýmsa merkilega hluti..Tæland, próf, föt og síðan álfabikarinn ( það var samt aðallega Snorri sem sá um það). Þetta var reyndar algjör snilld Rósa þú ert best að bjóða okkur öllum í heimsókn.. og líka út af því að þú elskar bangsímon eins og ég.

Villi
Er undrabarnið í vinahópnum.. hann kann nefninlega að spila á hljóðfæri þ.e. trommur og er meiraaðsegja í hljómsveit,Coreblooming.. Villi er kærasti Hildu og er að fara að ferðast með mér í Asíu í sumar.. talandi um það þá er ég að fara út eftir 50 daga. Villi var að spila á hljómleikum á fimmtudaginn.. hann ´tóð sig víst eins og hetja.. en ég fór ekki að horfa á hann..ég er sauður.. því að ég var í líffræðikökuboði hjá Rósu... og þurfti síðan að fara heim og klára ritgerðina..loksins.. Villi ég lofa að koma aðhorfa á þig næst..

Á bleiku skýi
Seinustu vikuna er ég búin að búa á stóru bleiku skýi.. þannig að þið verðið að afsaka ef ég hef verið eitthvað utan við mig.... Það er ýmislegt sniðugt sem gerist þeagr ég er á bleiku skýi.. gleymi að sækja Hauk..sorrý Haukur....stel kókglasi Guðrúnar....og gleymi öllu ...
Ég er samt að vona að ég sé búin að koma mér niður af því núna....

föstudagur, mars 28, 2003

Jibbý er búin með ritgerðina... 14 bls. og 4 bls. viðauki um Rhizophora tegundir í Tælandi..... Það er gaman
Næsta mál á daskrá er glósun i þróunarfræði....það klárast vonandi sem fyrst

miðvikudagur, mars 26, 2003

Vitið þið hvað ég er að fara út eftir 2 mánuði.. það er gaman.. nema hvað að prófin byrja eftir mánuð..HJÁLP... Það er eins gott að fara að drífa sig að byrja að læra

éti ét
Það var kindakvöld hjá mér á mánudag..nammi namm.. þá var sko borðað ...

Gaman gaman..
Ég for út að borða á laugardaginn á Ítalíu, það var gott... Takk Haukur.. Það var síðan Tequilafyllerí um kvöldið.. ég var veik þannig að það var lítið tequila fyrir mig.
Á sunnudaginn hélt ég síðan kökuklúbb og var horft á sweet home alabama.. hún er okey en kemst ekki í hálfkvisti við clueless, ever after og 10 things i hate about you... ég elska svona kellingamyndir

fimmtudagur, mars 20, 2003

Sko ef þig vantar að gefa einhverjum eitthvað sniðugt í afmælisgjöf tékkaðu þá á þessarri síðu .. ég vissi ekki einusinni að svona hlutir væru til. (p.s. farið inn á síðuna og veljið Merchandise ..þá skiljið þið hvað ég á við)


I am the number
2
I am friendly

_

what number are you?

this quiz by orsa

jibbý fyrirlesturinn er búinn..

þriðjudagur, mars 18, 2003

Ég held að ég sé að fara yfirum ...en helgi eftir 3 daga gaman ,gaman
Við Haukur eigum afmæli á morgun verðum 4 ára jibbý.. það fer bara að styttast í hringa og bleyjur
úff... maður fer að verða gamall... og settlegur.. Haukur fer að safna bjórvömb og ég mjöðmum

Kíkið á þessa síðu.. aðeins og ungur fyrir mig.. en hann er víst Íslandsvinur og meiri töffarinn hvað ætli að hann sé gamall 13 ára ?? Fann eitthvað gelgjublogg þar sem stelpurnar héldu ekki vatni fyrir honum..

Mér finnst ég vera sorgleg er ein upp á Grensás klukkan 12 á þriðjudagskvöldi... Svona verða víst næstu 2 mánuðurnir...
EN síðan verður eintóm gleði fer út eftir 63 daga ... Jibbý Maður á alltaf að líta á björtu hliðarnar á málunum...annars væri ekkert gaman að lifa
...

Ég þoli ekki þegar að ég er að reyna að hringja í fólk og það er annaðhvort á tali eða fólk ekki heima.....
Skilaboð til þín alltaf að vera við síman og ekki að tala við neinn þegar að ég hringi...
Jæja þetta er víst til einum of mikils ætlast

Bloggið er bara búið að vera bilað og ég ekkert búin að geta tjáð mig

föstudagur, mars 14, 2003

Nói Nizza er enn veikur það kemur læknir að líta á hann um helgina :) En foreldrar mínir voru það góðir að lána okkur Hauki Grána Gamla svona þannig að við kæmumst í skólann ... Takk mamma og pabbi

Hafið þið bloggarar tekið eftir því þegar þið eruð að signa ykkur inn að þið þurfið að gera það tvisvar eða er ég bara svona skrítin ??

fimmtudagur, mars 13, 2003

Sá bleikar nærbuxur með kind í Top Shop ætla að fara að kaupa þær á morgun ... Og hvet ég allar kindur til að fá sér svona.. þær eru sætar

jíbbý bleikt er komið aftur í tísku :)
Fór í bæinn áðan og hefði geta keypt mér heilan helling en gerði ekki keypti mér samt 3 boli og tösku... Villi þetta er alltílagi því að einn bolin fékk ég að gjöf og hinir tveir kostuðu 500 kr. stk. ég elska Zöru.. síðan var taskan bleik og sæt þannig að það fyrirgefst

miðvikudagur, mars 12, 2003

Komst líka að því að ég bara með 1 og 1/2 ennisholu önnur er svo pínu lítil að hún sést varla.. það var nefninlega tekin sæt röntgenmynd af hausnum á mér. .

Ég fór til ofnæmislæknis í gær og komst að því mér til "mikils undurs" að ég er með geðveikt kattarofnæmi..og pínu ofnæmi fyrir hundum og hestum.. ÉG er samt ekki með grasa og plöntuofnæmi sem er mjög hentugt því að mig langar að verða plöntukelling í framtíðinni.
Það er samt ekki sniðugt að vera með kattarofnæmi því að kettir eru með svona felix domesticus I ofnæmisvaka á sér sem eru littlir, léttir og slímugir og berast því auðveldlega um og festast í hlutum.. eins og t.d. ryki( sem ég er ekki með ofnæmi fyrir) og bólstruðum húsgögnum.. ég má semsagt bara eiga leðursófasett í framtíðinni.. Þessir helv.. kettir eru ástæða þess að ég er búin að vera kvefuð lengi og hnerra alltaf þegar ég kem inn á bókasafn á Grenssás og Kem Gbólgin og rauð út af kindakvöldi hjá Jenný og get ekki farið í sund... nei það ekki svona kattardót í sundi en ég er með svo viðkvæmt ofnæmiskerfi að klórin fer alveg með það ... EN batnandi manni er best að lifa og fékk fullt af lyfseðlum og er byrjuð að sniffa eitthvað dót á hverjum einasta morgni og er komin með töflur sem ég þarf að taka ef sniffið dugar ekki.. og augndropa og sterapillur ef að ég verð svaka slæm... Jæja mér fer kannski þá að líða betur og get farið að fara í sund aftur....

Nói Nizzan er veikur og ég komst ekki í skólan í morgun... ekkert gaman.. hann þarf líklegast að fara á spítala og láta sérfræðinga líta á sig...

Ég er nú meiri morðingin var að kryfja lifandi krækling á mánudaginn og smokkfisk og beitukóng.. það var samt gaman

Helgin

Minns sat bara veikur heima á föstudagskvöldið.. með syndanidi augu.. Haukur var samt mjög góður og gaf mér hvítvín og hélt mér í góðu skapi með því að plana með mér Asiúferðina ::... Takk Haukur þú ert bestur.

Á laugardaginn fór ég í massa tíma með 200 öðrum í sporthúsinu.. Það var einhver sýning á undan þar sem átti að vera að sýna Mára bardagadans frá Nýja-Sjálandi.. var ekki alveg sátt við það .. það vanraði alveg augnvelturnar og tunguleiknina.. hluti af dansinum er nefninlega að ranghvolfa augunum og gera einhvern stórfurðulegan hlut með tungunni( hreyfa hana fram og aftur á ötrúlegan hátt.. við Jóna dáðumst mikið af tunguhæfni Máranna þegar við sáum alvöru show í Nýja-Sjálandi). Tíminn var fínn nema það að það var einhver ofvirkur danskur gestakennari sem var með dans dauðans.. sko ég veit að ég er með 3 vinstrifætur en þetta var þaðð flókið að fólkið í kringum mig gat þetta ekki og ég snérist barasta í hringi.
Til að verðlauna mig eftir góðan leikfimistíma með Hildu fór ég á ÁTVR bjórkvöld á Players.. þar voru Haukur Baukur, Jóna Prjóna, Hilda Heita, Villi Silli, Svana Vana og síðan kíkti Gunnar læruson aðeins. Þar var mikið af fríum bjór og Rauðviíni og við eins og sannir Íslendingar skelltum eins miklu í okkur og við gátum það var svaka fjör en við Haukur entumst þó bara til 2 og löbbuðum heim.. Ég verð að vera sammála Hildu um það að ´það rann ekkert af mér á leiðinni heim heldur hitt..

Sunnudagurinn var ansi rólegur sofið út horft á formúlu og farið í afmæli til stóru Systur hún varð 29 ára á mánudaginn... og síðan horft á sjónvarpið og sofið

föstudagur, mars 07, 2003

Fór á pósthúsið áðan að senda pakka til útlanda... Tók upp svona gula og rauðakassa og valdi einn sem ég taldi að passaði undir pakkann minn... reyndist vera alltof stór.. skil ekkiáfhverju pósthús eru ekki með svona uppsett sýnishorn af kassa þannig að maður geti gert sér grein fyrir hversu stóran kassa maður þarf.. það standa reyndar málin á kassanum en ég er ekki með reglustiku á mér til að mæla pakkan.. Jæja ég valdi semsagt kassa og hélt á honum í höndunum og snéri honum í hringi til að reyna að finna leiðbeiningarnar um hvernig maður ætti að setja hann saman... eins og er neðaná pappakössum hjá IKEA.. en neibb minns fann ekki neitt þannig að ég ætlaði að reyna að vera sniðug og gera þetta upp á eigin spýtur en það gekk ekki neitt..... voru engar brotalínur eða neitt sem s´ýndu hvar maður ætti að brjóta.... ég reyndi að beygla hann einhvað til en það gekk ekki... var jafnvel að apá í að snúa mér bara að stóru umslögunum og senda pakkan þannig en vildi ekki að pakkinn yrði fyrir óþarfa miklu hnjaski svona áðuren hann kæmist til eigandans........... jæja hliðina á mér stóð kona sem virtist voða pró í svona pakkamálum þannig að ég spurði eins og hálfviti... Afsakið veistu nokkuð hvernig á að beygla svona saman..... ??? mér leið eins og algjörum sauði...mememememeememmeemeeeeeeeeeeeee Hún var sem beturfer mjög hjálpsöm og reynd í þessum málum og í sameiningu tókst okkur að brjóta kassan saman.................... ég er samt ekki vissum að ég sé fær um að gera það ein næst þegar ég þarf að senda pakka... Mér gekk nú vel að setja pakkann inn í pakkann og skrifa heimilisfangið og koma pakkanum að afgreiðsluborðinu .. en þá vandaðist málið ég þurfti að skrifa innihaldslýsinguna........ held að mér hafi tekist vel þar.. laug ekki en hefði geta verið nákvæmari....

'Eg held að hausinn á mér sé í verkfalli og augun eru úti að synda.... tölvuskjaárinn er á hreyfingu..
Það er víst að ég fer ekki í vísindaferð.. ekki með höfuðið svona

Minns er slappi slappison í dag .. sem er ekkert gaman.

miðvikudagur, mars 05, 2003

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ HERDÍS

þriðjudagur, mars 04, 2003

Ég keypti mér buxur í gær þær eru grænar og fallegar...

Helgin var skemmtileg fór í afmæli til Erlu á föstudaginn eftir Body step session með Hildu og jonu þar var´svaka stuð og mjög góðar kökur. Erla þú ert kökusnillingur.. hún fékk helv.. sniðuga gjöf mig langar líka í svona...
Á laugardaginn fór í í brúðkaup til frænku hans Hauks það var gaman.. Haukur bannaði mér að gifta mig í bleikum kjól.. ekki gifti ég mig í hvítum...hmm

Er ég hóra ???

half virgin half whore



You Are 1/2 Virgin, 1/2 Whore!


50-50, baby! Ah, you are fairly normal. You have sex, though to you it's not more exciting than a new designer outfit.

Secretly, you are a adventurous soul just waiting for someone to take control. Open up a little, and you'll show your guy the best sex ever.

There's nothing to be afraid of - except fainting from multiple orgasms!

You are great at kissing, getting yourself off, and using your hands.



What Do Girls Whisper Behind Your Back? Virgin or Whore Quiz Tells All!

More Great Quizzes from Quiz Diva