miðvikudagur, mars 12, 2003

Ég fór til ofnæmislæknis í gær og komst að því mér til "mikils undurs" að ég er með geðveikt kattarofnæmi..og pínu ofnæmi fyrir hundum og hestum.. ÉG er samt ekki með grasa og plöntuofnæmi sem er mjög hentugt því að mig langar að verða plöntukelling í framtíðinni.
Það er samt ekki sniðugt að vera með kattarofnæmi því að kettir eru með svona felix domesticus I ofnæmisvaka á sér sem eru littlir, léttir og slímugir og berast því auðveldlega um og festast í hlutum.. eins og t.d. ryki( sem ég er ekki með ofnæmi fyrir) og bólstruðum húsgögnum.. ég má semsagt bara eiga leðursófasett í framtíðinni.. Þessir helv.. kettir eru ástæða þess að ég er búin að vera kvefuð lengi og hnerra alltaf þegar ég kem inn á bókasafn á Grenssás og Kem Gbólgin og rauð út af kindakvöldi hjá Jenný og get ekki farið í sund... nei það ekki svona kattardót í sundi en ég er með svo viðkvæmt ofnæmiskerfi að klórin fer alveg með það ... EN batnandi manni er best að lifa og fékk fullt af lyfseðlum og er byrjuð að sniffa eitthvað dót á hverjum einasta morgni og er komin með töflur sem ég þarf að taka ef sniffið dugar ekki.. og augndropa og sterapillur ef að ég verð svaka slæm... Jæja mér fer kannski þá að líða betur og get farið að fara í sund aftur....