Fór á pósthúsið áðan að senda pakka til útlanda... Tók upp svona gula og rauðakassa og valdi einn sem ég taldi að passaði undir pakkann minn... reyndist vera alltof stór.. skil ekkiáfhverju pósthús eru ekki með svona uppsett sýnishorn af kassa þannig að maður geti gert sér grein fyrir hversu stóran kassa maður þarf.. það standa reyndar málin á kassanum en ég er ekki með reglustiku á mér til að mæla pakkan.. Jæja ég valdi semsagt kassa og hélt á honum í höndunum og snéri honum í hringi til að reyna að finna leiðbeiningarnar um hvernig maður ætti að setja hann saman... eins og er neðaná pappakössum hjá IKEA.. en neibb minns fann ekki neitt þannig að ég ætlaði að reyna að vera sniðug og gera þetta upp á eigin spýtur en það gekk ekki neitt..... voru engar brotalínur eða neitt sem s´ýndu hvar maður ætti að brjóta.... ég reyndi að beygla hann einhvað til en það gekk ekki... var jafnvel að apá í að snúa mér bara að stóru umslögunum og senda pakkan þannig en vildi ekki að pakkinn yrði fyrir óþarfa miklu hnjaski svona áðuren hann kæmist til eigandans........... jæja hliðina á mér stóð kona sem virtist voða pró í svona pakkamálum þannig að ég spurði eins og hálfviti... Afsakið veistu nokkuð hvernig á að beygla svona saman..... ??? mér leið eins og algjörum sauði...mememememeememmeemeeeeeeeeeeeee Hún var sem beturfer mjög hjálpsöm og reynd í þessum málum og í sameiningu tókst okkur að brjóta kassan saman.................... ég er samt ekki vissum að ég sé fær um að gera það ein næst þegar ég þarf að senda pakka... Mér gekk nú vel að setja pakkann inn í pakkann og skrifa heimilisfangið og koma pakkanum að afgreiðsluborðinu .. en þá vandaðist málið ég þurfti að skrifa innihaldslýsinguna........ held að mér hafi tekist vel þar.. laug ekki en hefði geta verið nákvæmari....