mánudagur, desember 16, 2002

LORT=lord of the rings
Bróðir minn fór á LOTR 2 á fimmtudaginn og húne r víst alveg geðveik... OH og ég sem fer ekki á hana fyrr en 28 des....

Nennuleysi
Nú nenni ég ekki að læra meira ég held að lærukvötinn minn sé í 1 eftri seinustu viku.... Hún var líka geðveiki... Fyrst var það erfðafræði dauðans þar sem maður þurfti að læra alskonar ferla, plymerasa, stökkla og tatabinding prótein o.s.fv..... Þetta er nú ansi skemmtilegt en talandi um að troða hausinn út af upplýsingum , hann næstum því sprakk... bang.. Jæja síðan kom vistfræði og þá þurfti maður að skipta alveg um gír og komast í vistfræðilegan þankagang... það tók sinn tíma sem betur fer er umhverfisfræðin voðalega vistfræðilega sinnuð þannig að það reddaðist alveg :)

Jólastuð
Veit einhver góð ráð til að komast í jólastuð er búin að reyna það alla helgina en það gengur bara ekki neit, ég hlustaði á jólalög, át piparkökur, fór í Smáralind o.fl. og fl. ég er ekki komin í neitt stuð :(

JIBBý
4 próf búin og eitt eftir, Grasafræði B sem ég er nú helv.. klár í lærði nefninlega eins og vitleysingur fyrir verklega prófið þannig að ég er vel stödd fyrir það bóklega. Mér gekk bara ágætlega í hinum prófunum, ég er allavega sátt þetta kemur allt í ljós eftir 3-4 vikur er einkunnirnar koma :)
Geðheilsan mín er enn í lagi... Hún var samt tæp á tímabili.... Við Erna vorum einmitt að spá í það hvar við værum nú ef við hefðum farið í læknisfræði... erum allveg týpurnar í að læra yfir okkur.
Ég fór í smáralindina í gær að leita að jólagjöfum, ég er enn jafn lost er reyndar búin að ákveða hvað ég á að gefa gamla settinu, bróðir mínum, Hauki, þannig að systir mín er í raun sú eina sem er eftir, ég er búin að koma kaupunum á hinum jólagjöfunum sem ég þarf að´kaupa yfir á einhverja aðra :)
Mig langar að vera sæt um jólinn og ætla að reyna að kaupa mér eitthvað sætt pils, en ég finn bara ekki neitt sem kostar undir 8 þúsund krónum :( og því tími ég ekki.
Ég keypti mér samt sæta skyrtu/mussu í gær í nýju búðinni í Smáralind, Vila þetta er ódýr og flott búð mæli með að kíkja í hana, fær *** :)

þriðjudagur, desember 03, 2002

Manía
'Eg er uppá Grensás að læra eins og venjulega, gaman, gaman :)
Aðeins 21 dagur til jóla, 7 dagar til 1 prófs og 17 dagar til prófloka :)
Það er víst verið að plana Teqiladjamm þá og það er 2 árs partý, en ég er að vinna þá helgi, þannig að ég verð bara edrú, með myndavél og á bíl ( Vinn nefninlega við að keyra, því ekki hægt að vera þunnur).

mánudagur, desember 02, 2002

Stress
'Eg er ákúrat núna að deyja úr stressi fyrir prófin, finnst ég eigi eftir að gera svo margt, alltof margt :( En samt byrja prófin ekki fyrr en eftir viku....... Hvernig verð ég þá, þið heimsækið mig þá bara uppá Klepp... Ég er nefninlega að fara í 3 próf á 4 dögum... :( Og þar sem ég er haldinn fullkomnunaráráttu á háu stigi er þetta mjög slæmt... 'Eg er flutt upp á Grensás og mun búa þar á 2 borði frá glugga, 2 röð frá tölvu á Grensásbókasafninu ef einhver á eftir að sakna mín.
Fróðleiksmoli dagsins:
Það er leiðinlegt að vera í prófum í desember, maður fær ekki einusinni jólastress bara prófastress..