mánudagur, desember 16, 2002

JIBBý
4 próf búin og eitt eftir, Grasafræði B sem ég er nú helv.. klár í lærði nefninlega eins og vitleysingur fyrir verklega prófið þannig að ég er vel stödd fyrir það bóklega. Mér gekk bara ágætlega í hinum prófunum, ég er allavega sátt þetta kemur allt í ljós eftir 3-4 vikur er einkunnirnar koma :)
Geðheilsan mín er enn í lagi... Hún var samt tæp á tímabili.... Við Erna vorum einmitt að spá í það hvar við værum nú ef við hefðum farið í læknisfræði... erum allveg týpurnar í að læra yfir okkur.
Ég fór í smáralindina í gær að leita að jólagjöfum, ég er enn jafn lost er reyndar búin að ákveða hvað ég á að gefa gamla settinu, bróðir mínum, Hauki, þannig að systir mín er í raun sú eina sem er eftir, ég er búin að koma kaupunum á hinum jólagjöfunum sem ég þarf að´kaupa yfir á einhverja aðra :)
Mig langar að vera sæt um jólinn og ætla að reyna að kaupa mér eitthvað sætt pils, en ég finn bara ekki neitt sem kostar undir 8 þúsund krónum :( og því tími ég ekki.
Ég keypti mér samt sæta skyrtu/mussu í gær í nýju búðinni í Smáralind, Vila þetta er ódýr og flott búð mæli með að kíkja í hana, fær *** :)