föstudagur, ágúst 26, 2005

Úr takt við allt
Fimm vikur á Svalbarða og svo restin á sumrinu á Skeiðarársandi...og ég veit gjörsamlega ekkert hvað er að gerast...Eina slúðrið sem ég heyri er af fólki í Öræfunum....Já löggan á Klaustri er víst macho kall og presturinn ansi óheppinn....Mig dreymir að ég sé ellt af ísbjörnum eða af risastór stígvéli(það var appelsínugult)sem er að reyna að drepa mig...vakna öskrandi...úps vona að hitt fólkið sem ég sef með í herbergi hafi ekki vaknað... Kem í bæinn og fer um hann endilangan að leita af gervigrasi, sérstökum rafmagnssnúrum og bökkum undan hamborgurum, það er eins gott að hafa gott hugmyndaflug í líffræðinni....bora göt, klippi niður mottur, moka sand og klippi vír... Safna plöntum útum allan bæ, stelst inní garða að ná í nokkrar, allt í þágu vísindanna (verið að upplýsa líffræðinema um hinar ýmsu tegundir)...Er að fara aftur á Skeiðarársandinn á mánudaginn, vona að það komi ekki aftur haglél, nú eða 20 vindstig, búin að panta sól og blíðu.
Skrítið þessa fer öllu fljótlega að ljúka, sumarið er að verða búið, hluti af mér grætur, ekkert meira felt..hluti af mér fagnar, þarf ekki lengur að lifa í ferðatösku, hlutirnir fara að róast (eða kannski ekki hef svo sem nóg annað að gera, kennsla, stimpla inn gögn skrifa, klára 6 eininga ritgerð, klára grein um birki á Skeiðarársandi, klára grein frá rannsókninni sem að við gerðum á Svalbarðam, byggja upp madonnuvöðva, hitta vinina og bæta upp fyrir vanræksluna í sumar og fl.fl).. Þetta er skrítið líf, en gaman.

Jæja best að fara að lúlla, þ.e. ef að fólkið á efri hæðinni hættir að syngja Creep hástöfum.. (verð að segja að lagið minnir mig alltaf á tvo menntaskólafélaga mína..skrítið hvernig að maður tengir oft lög við fólk/tímabil í lífi sínu, fær svona nostalgígjufíling við að heyra þau)..Þarf að fara að fræða fólk um blóm og grös á morgun :)
Það er gaman ...