Það er gaman þessa dagana því að Em í fótbolta er í gangi...jibbý...ég verð nú að viðurkenna að þó svo að ég nenni ekki að fylgjast með deildarkeppni í fótbolta þá sit ég alltaf límd fyrir framan skjáinn þegar EM eða HM er í kassanum og er það einn af mínum draumum að komast á úrslitaleik einhverntíman í framtíðinni...þetta situr á things to do listanum mínum aðeins fyrir neðan U2 tónleikana...Ég er nú að vona að leikirnir sem eftir eru verði allir eins skemmtilegir og spennandi og leikurinn í gær...ef að þetta er ekki fótboltaleikur á heimsmælikvarða hvað er það þá...Var mjög sátt við úrslitinn...hinn helmingurinn var það nú ekki.... vorkenndi samt Beckhanm mikið fyrir að klúðra vítinnu, ætli breska slúðurpressan éti greyið ekki....Talandi um Beckham..hvað er með tattúið...mér finnst það allavega ekkert voðalega flott.... Mínir menn eru svo að keppa í kvöld...þeir taka þetta örugglega..vona ég...
Blaðrað útí eitt
föstudagur, júní 25, 2004
Deep Purple
OMG tónleikarnir voru geðveikir,, skemmti mér ekkert smá vel....stemminginn var yrsta flokks og allir í geðveiku stuði. svoldið gaman á sjá svona fólk á öllum aldri saman á tónleikum, ég fór t.d. með henni múttu sem skemmti sér mjög vel, ef ekki betur en ég... Þetta voru topp tónleikar og ekkert smá skemmtilegir
Komin aftur úr stóra sandkassanum...
Búin að vera upp á Skeiðarársandi seinustu daga að mæla birkiplöntur ...gaman,gamn...nú er verkefnið mitt loksins byrjað..þ.e.a.s. gagnasöfnun... lentum í úrhelli á miðvikudaginn og ég komst þá að því mér til mikillar gleði að úlpan mín er bara þokkalega vatnsheld :):)
Annars útskrifaðist ég á laugardaginn er orðin fræðingur í orðsins fyllstu merkingu...gaman gaman....það var svo veisla og partý um kvöldið...og svo farið niður í bæ og endað þar á hressó að dansa ...fór heim um 530 og tók aðeins til... var mjög sátt og svo voru allir svo góðir við mig...takk allir fyrir mig....
miðvikudagur, júní 16, 2004
mánudagur, júní 14, 2004
Hæ,hæ
Seinasta vika er búin að vera frábær upp í Skaftafelli á Plöntuvistfræðinámskeiðinu... Sól og blíða allan tíman...sem var mjög fínt (nema hvað að kálfarnir mínir bíða þess líklega ekki bætur í bráð og sokkafar dauðans gerir það að verkum að ég verð ekki sokkabuxnalaus í stuttu pilsi í bráð)...Annars var bara frábært veður og mjög gaman og síðan lærði maður svona slatta líka...Ég er búin að setja mér markmið í sumar þ.e. fyrir utan að missa 5 kíló að læra latnesk nöfn á þeim plöntum sem ég þekki..er nefninlega hræðileg í þeim og ef ég ætla eitthvart út að læra er lítið vit í því að kunna bara íslensku nöfninn...mjög fáir myndu skilja mig....ég verð því mjög skemmtileg í allt sumar í útileigum að þylja upp hvað allar plönturnar á svæðinu heita á latínu....
miðvikudagur, júní 02, 2004
Fræbæ...
Á bara eftir að telja 2000 birkifræ..jibbý ætti að klárast með hjálp Ástu Kristínar fyrir hádegi á morgun :):)
Ég held ég verði að éta höndina mína...
Ég var nefninlega að fá út úr dýralífeðlisfræðiprófinu og gekk bara mun betur en ég hélt, var bara 2 yfir meðaleinkunn þannig að minns er mjög sáttur...fyrir utan það að ég er búin að hafa miklar yfirlýsingar um það hvað mér gekk illa..þannig að ég þarf að éta það allt upp aftur.....:):)
þriðjudagur, júní 01, 2004
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ Í GÆR ÓLÖF
Verð nú að segja að það var ansi gaman í afmælinu þínu.....13 tequilastaup og bjór var innbyrgt þetta kvöld..nammi,namm... Fór á Sólon að dansa það var gaman..dansi dans....var samt ekki alveg að fíla tónlistina (minnir mig)og fór út með Hauki..hann og Óttar eitthvað voða að trúnóast..stakk því af með Herdísi..fórum á hressingarskálann (hélt að Það væri Mcdonalds) þar var oldý poldí lið og Emma ófríska..fórum út... fórum á Viktor (what !!!) hittum vin hennar Herdísar þar og Andrés Önd (Andes And) danskur furðulegur kall.... fékk mér bjór....Haukur fór á Óðal með strákunum á meðan (kvaðst hafa verið dregin þangað nauðugur inn) fékk fallegt sms frá honum þar sem að hann lofaði að horfa ekki.... híhí...´Viktor lokaði kl. 4 ætluðum að fara á glaumbar....man ekki hvort við fórum þangað inn..held samt að hann hafi líka verið að loka..Haukur hringdi ..fór að hitta hann hjá klukkunni..hitti Ólöfu sem var á leiðinni á hlölla....tók leigubíl heim
Massa djamm....ekki eins gaman morguninn eftir...þunn.is