Það er gaman þessa dagana því að Em í fótbolta er í gangi...jibbý...ég verð nú að viðurkenna að þó svo að ég nenni ekki að fylgjast með deildarkeppni í fótbolta þá sit ég alltaf límd fyrir framan skjáinn þegar EM eða HM er í kassanum og er það einn af mínum draumum að komast á úrslitaleik einhverntíman í framtíðinni...þetta situr á things to do listanum mínum aðeins fyrir neðan U2 tónleikana...Ég er nú að vona að leikirnir sem eftir eru verði allir eins skemmtilegir og spennandi og leikurinn í gær...ef að þetta er ekki fótboltaleikur á heimsmælikvarða hvað er það þá...Var mjög sátt við úrslitinn...hinn helmingurinn var það nú ekki.... vorkenndi samt Beckhanm mikið fyrir að klúðra vítinnu, ætli breska slúðurpressan éti greyið ekki....Talandi um Beckham..hvað er með tattúið...mér finnst það allavega ekkert voðalega flott.... Mínir menn eru svo að keppa í kvöld...þeir taka þetta örugglega..vona ég...