mánudagur, janúar 27, 2003

Laugardagur
Haukur BAukur var að útskrifast á laugardaginn sem iðnrekstrarfræðingur frá Tækniháskóla Íslands, útskriftin var löng...... Skil ekki afhverju fólk þarf að tala svona mikið... Það var síðan lítið kaffi hjá Hauki, ekkert alvarlegt því að hann á eftir að vera eitt ár í viðbót til að klára Viðskiptafræði, við notuðum þetta sem afsökun til að láta foreldra okkar hittast því að við erum búin að vera saman í næstum 4 ár og þeir hafa hist einu sinni þegar þau komu bæði út á flugvöll að sækja okkur af interraili.... tími til kominn.. Það gekk bara vel.

Um kvöldið var síðan partý hjá Óttari og Stíni þar var gaman rætt mikið um Tækniskólan og barneignir ( við Haukur vorum ein af fáu barnlausum pörum þarna) sem ég hef voða lítið vit á þannig að ég bara drakk. Eftir nokkuð mörg glös fékk ég far til Ólafar þar sem stelpurnar voru að fagna heimkomu Unnar.. Hún er nefninlega í heimsókn núna frá Baunalandi.. Þar var bolla meðal gesta ... Síðan var haldið niður í bæ í 25 ára afmæi til Adda þar var gaman og allir í grímubúning nema við.. Eftir gott stopp þar var farið á hverfisbarinn og þanngað kom Haukur að hitta mig eftir að hafa beðið í röð í 1 klst. ( eða 3 tíminn lengdist alltaf því oftar sem hann sagði frá því..) Þar var hinn heimsfrægi Herbert Guðmundsson að syngja "ekki ganga í burtu" Við fengum síðan far heim um nóttina með Steina bróðir Villa .( Takk Steini )