Sól og sumar
Eftir rigningu og rok það sem af er sumrinu er loksins komin bongóblíða á Skeiðarársandinn (er búin að þurfa að maka á mig sólarvörn í feltinu). Vá hvað er miklu auðveldara og fljótlegra að vinna þegar maður þarf ekki að hafa áhyggjur af því að blöðin sem maður er að skrá mælingar á fjúki úti sjó eða þá að reyna með blautar fingur að skrifa á hundvott blað inní poka..
Reykjavíkurmaraþonið er á laugardaginn er búin að skrá mig. Næ samt ekki markmiði mínu að hlaupa hálfmaraþon..skráði mig "bara" í 10 km. Hlaupaæfingarnar urðu ekki eins miklar í sumar og ég var búin að plana...gleymdi víst að taka með í reikninginn að helminginn af sumrinu væri ég á Skeiðarársandi...og einhvernvegin er maður ekki alveg í skapi til að skokka eftir að vera búin að vinna úti í 12 tíma...
Er samt búin að vera pínu dugleg að labba (a.m.k. ef miðað er við seinustu sumur), fór á Hengil, tvisvar á Esjuna og svo í Klambragil í Reykjadalnum.
Skil samt eiginlega ekki alveg hvernig einhverjum tókst að týnast á Skeiðarársandinum , mundi kannski skilja það í blinda þoku en ekki í bjartviðri. Maður sér vel í allar áttir og ef að maður hefur einhverja smá vitneskju um staðhætti (t.d. að skaftafell sé alveg við jökulinn) þá veit maður í hvaða átt maður á að labba, auk þess sem að þjóðvegurinn sést vel í yfir 5 km fjarlægð frá honum á sandinum.. sandurinn er renni sléttur og gott útsýni í allar áttir.. Þetta er bara ofan mínum skilningi hvernig einhverjum tókst að "villast" þarna, þú þyrftir a.m.k. að vera ansi sótaður (og það í marga klst) til að týnast þarna ... Ef einhverjir hafa meiri vitneskju um málið myndi ég endinlega fá að vita það, því að ekki fatta ég þennan gaur.