laugardagur, ágúst 19, 2006

Hlaupagarpur

Er maður klikkaður..vakna 7 á laugardagsmorgni fá sér morgunmat..fara aftur að sofa... vakna kl 830 fara í níþröngar buxur, eldrauðan bol merktan Glitnir (Haukur var ekki ánægður), næstdýrustu skóna mína (aðeins gögnuskornir mínir slá þessum við), líma númer á magann og bruna síðan niður á Lækjargötu.. skellti ipodinum á hægri höndina og garminum á þá vinstri og fór í röð með 2500 öðrum einstaklingum.. reyndi að hlaupa af stað en komst ekki yfir marklínuna fyrr en eftir tæpar tvær mínútur...heimska fólk að vera fyrir mér...Hlaupa svo eins og vitleysingur í 58 mín, á meðalhraða 5,45 mín/km..Sólbrenna á vinstri vanga og vera svo svaka stoltur af sjálfum sér þrátt fyrir að hafa lent í 970 af öllum (2176), 137 sæti af 529 í mínum aldursflokki kvenna og liðið mitt G89 í 17 sæti(einhver tilvísun í G8 starfshóp ríkisins....dont ask..)...

Felt

Ekki nóg með þetta heldur var haldið á Skeiðarársandinn kl 9 á sunnudagsmorgun (reyndar aðeins seinna þar sem að Hertz var fullt af heimskum útlendingum og ég þurfti að bíða í 30 mín eftir bílnum ..) og vinna 10-12 tíma á dag fram á miðvikudag og bruna þá aftur í bæinn...

Kennsla

En ekki fékk ég að sofa út eftir það, þeytist um alla Reykjavík í gær að safna plöntum...fékk mjög mikið af forvitnislegum augngotum þar sem að ég lá útí í móa við fjölfarna götu í fjársjóðsleit (a.k.a. plöntuleit) margir hafa ábyggilega álitið að um forfallinn hringtorga sveppafíkil væri að ræða... Vaknaði svo 7 í morgun til að kenna og er líka að kenna á laugardag og sunnudag frá 8-16...

Sumarfrí
En örvæntið ekki ég mun fá að sofa nóg er ég kem til Mallorca á næsta miðvikudag...eða kannski ekki... þeir sem ferðast hafa með mér vita af útlanda rakettunni í rassinum á mér... ég verð svoldið ofvirk að gera sem mest og skoða og skoða og gera eitthvað skemmtilegt...ætla samt að reyna að slappa af ...er t.d. búin að fá lánaðar 15 bækur...haldiði að það sé nóg ???

Jæja best að fara að stimpla inn gögn þannig að ég nái að gera allt á to do listanum áður en ég fer í sólina (oh ég hlakka til)