fimmtudagur, júní 22, 2006

Útburður

Í dag var mér tilkynnt að ég þyrfti að yfirgefa skrifstofu mína í Öskju fyrir 1.ágúst...Ég er víst ekki nógu merkileg til að hafa skrifstofu, enda aðeins framhaldsnemi..Talandi að fá smá slapp in the face..hafði ekkert heyrt af þessu en síðan er víst búið að vera að ræða þetta á skorarfundum..upplýsingaflæðið ekki alveg í lagi.. Skil svosem ósköp vel að þurfi að hafa einhverja goggunarröð í þessum skrifstofumálum, en það er frekar skítt þegar manni er hent út án þess að það sé búið að finna manni pláss annarsstaðar, sérstaklega þar sem ég hef haft þetta svæði frá upphafi míns mastersnáms. Eins og er yrði eina athvarf mitt í Öskju ofaná frystikistu í grasafræðilabbanum, það er ábyggilega smá hillupláss í ískápunum þar fyrir allt dótið mitt...eða borð á stærð við frímerki á bóksafni Öskju sem NB er ekki hljóðeinangrað...Þetta reddast svo sem í sumar þar sem að ég verð aðallega í felti en næst haust fer í að skrifa lokaritgerðina mína og til þess þarf ég næði og pláss....Get svo sem ekkert veriðað kvarta þar sem að margir framhaldsnemar hafa mun verri aðstöðu en ég...en samt frekar skítt....Spurning hvort að mér bjóðist enþá skrifborð uppá landgræðslu ef ekki þá er alltaf laust herbergi í laufrima 18. Annars vill fólkið sem er að henda manni út að framhaldsnemarnir séu í akademísku umhverfi Öskju, tóku ekki vel í þá hugmynd mína að stinga af....Annars er verið að stokka upp í þessum málum og vonandi verður búið að finna mér einhvern samastað er ég kem aftur frá útlöndum...ef ekki þá er það bara frystikistan ;)..Ég vaknaði einn laugardagsmorgunin og sá þá allt í nýju ljósi........var læst utanfrá....