föstudagur, júní 02, 2006

Leti...

Herra leti hefur ansi mikið látið á sér kræla uppá síðkastið..nenni bara ekkert að hreyfa mig og finnst helst best að liggja uppí sófa..... spark í rasss, spark í rass... maður er nú ekki búin að vera að æfa eins og MF í 6 mánuði til að missa allt niður um sumarið...nó vei... Ótrúlegt samt hversu fljótt maður dettur úr fasa og sófinn verður svo heillandi....Ég sem er að fara að hlaupa 10 km. þann 10 júní í kvennahlaupinu, ég er hrædd um að árangurinn verði ekki glæsilegur með þessu áframhaldi, á eftir að skríða í mark.... Jæja nú þýðir ekkert annað en harkan sex... eftir helgi verð ég að byrja að hreyfa mig á hverjum degi í a.m.k. 30 mín og hæna nú.... Það yrði nú ekki gott ef að maður myndi hlaupa í spik yfir sumarið sérstaklega þar sem að ég þarf að spóka mig um á bikiní í byrjun september.....

GÆS ....Ég GET, ég ÆTLA, ég SKAL

Markmið

1. Hlaupa hálfmaraþon á undir 2 tímum og 30 mínútum
2. Geta gert 100 armbeygjur á tánum í aðeins tveimur hollum (50+50)
3. Vera komin með fallega magavöðva til að sýna á Mallorca
4. Ekki léttast meira en 2 kg....

Jæja nú er ég búin að deila þessu með ykkur...þá tekst þetta vonandi...