fimmtudagur, september 22, 2005

Bakerían
Finn að hún er að læðast aftan að mér þessi blessaða baktería, fyrstu einkenni eru farinn að gera vart við sig. Og allt stefnir að hún versni til muna á næstu vikum. Hún mun þó lagast aðeins í lok október en blússa upp af fullum krafti aftur í byrjun nóvember. Er hrædd um að hún hverfi ekki í bráð, þó hún láti nú stundum lítið fyrir sér fara. Skammtímalyf duga skammt og er ég hrædd um að hálfs- til einsárslyfjakúr er eina sem dugi til að bæla hana niður. Þó er ég hrædd um að ég eigi aldrei eftir að losna við hana, hún mun aðeins liggja í dvala en láta vita af sér endrum og sinnum. En ekki vera hrædd þetta er ekki mjög smitandi baktería, þ.e. nema ef að þú hefur hana þegar í kerfinu þínu. Mjög slæmt þegar að tveir einstaklingar með einkenni á háu stigi hittast, því að þá er mikil hætta á að bakteríunni aukist kraftur til muna.... Baktería þessi er þó mjög sjaldan lífshættuleg en getur tekið sinn toll af budduni, hún leiðir þó oft til sparsemi í hinu daglega lífi sjúklingsins, sem reynir eftir bestu getu að spara fyrir næsta lyfjakúr. Því miður eru margir í kringum mig haldnir þessari bakteríu, Herdís er t.d. mjög illa haldin, sem og Jóna og Gunnar en þau eru einmitt að skella sér í 6 mánaða lyfjakúr. Ykkur til varnaðar má einnig nefna Erlu (sem stefnir á að gera eitthvað í málunum fljótlega), Ernu (sem hefur augastað á tveimur skammtímalyfjakúrum fljótlega), Hildu, Ólöfu (sem mun vonandi komast í lyfjakúr næsta sumar) og fleirri.
Latneska heitið á þessari bakteríu er Basillus ferdalagus. Ef einhver þarna úti veit um góða og ódýra lausn til að svæfa bakteríuna þá eru allar uppástungur vel þegnar