mánudagur, nóvember 28, 2005

Sumarfrí...
Var að kaupa flug fyrir næsta sumar :):) Flug til Köben 28.júní ..Farið strax til Hróaskeldu og tjaldað... skemmt sér þar til 3.júlí...haldið til Köben og eitt deginum í tívolíinu (hef aldrei farið í það).. Flogið til Prag á hádegi 4.júlí...Slappað af í Prag til 8.júlí..tekið lest (4 tímar) til Berlín... Djamm og djús.. úrslitaleikur í HM 9.júlí í Berlín Olympic stadium (humm býst nú ekki við að fá miða ...en finnum einhvern fínan pöbb)...Hangið í Berlín og nágrenni (hugsanlega farið til Pólands)til 13 júlí og flogið svo heim...
Auðvita er ég ekki að fara ein... Haukur sætabrauð kemur með, Hilda hin vinnandi og Villi tannlæknir , Læknanemarnir Ólöf og Siggi verða með í góðu stuði á Hróaskeldu en hafa svo ekki ákveðið framhaldið og samnemandi þeirra hún Kamilla er einnig að vonast til að koma með :):) Maður veit svo aldrei með suður-asíu búana (Jónu og Gunnar) og annað skemmtilegt fólk...
Hvet hér með alla að skella sér með mér á Hróaskeldu næsta sumar...lofa að vera extra skemmtileg og sæt :):)
Icelandexpress og Sterling eru snild ...:):)
Ég hlakka til..