fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Kjólafanns...
Ég tel mig bara vera nokkuð góða að eiga tvo galakjóla sem ég passa í (ekki 23 eins og stelpan í fréttablaðinu)... Ekki það að ég noti þá oft..kannski svona 1 sinni á ári... Mátaði þá einmitt í gær (sem ég hef ekki gert í svona 2 ár)..Var mjög ánægð að sjá að þeir pössuðu báðir, kjólinn sem mútta saumaði á mig í menntó smellpassaði en þessi sem ég lét sauma í Tælandi þarfnast smá lagfæringar ..þ.e. ef ég væri að fara að á ball núna... En þeir fóru bara aftur inní skáp og ég sé ekki fram á að nota þá neitt aftur í bráð..Samt alltaf gaman að máta sérstaklega þegar að þeir eru ekki of litlir...World Class rúlar...;);)

Annars þá er nýjasta æðið núna að mig langar til Afríku...kenni heimasíðunni hennar Gógó um það..eða réttarasagt tengli sem ég rakst á þaðan í gær á ferðasíðu Stefáns og Maríu....

Ég held barasta að ég verði að fara að ferðast í svona tvö ár til að skoða allt sem að ég vil sjá ....best að fara að kynda Hauk og tvöfalda sparnaðinn á ferðareikninginn... Lifa bara á núðlusúpum og vatni fram til okt. 2007.

Kveðja
Bryndís með slæmt syndrom af Basilus ferdalangus