fimmtudagur, september 22, 2005

Kennarinn
Fyrir fjórum árum kom grískur karlmaður upp að mér og sagði að hann væri mjög heillaður af mér þar sem ég væri svo kennaraleg (veit ekki alveg hvaða fantasíur þessi hafði). En jæja nú er ég komin í kennarahlutverkið... Fræði unga líffræðinema um dásemdir grasafræðinnar alla þriðjudaga í vetur, annað skiptið sem ég kenni þetta en nú er ég "reyndari" kennarinn í minni stofu. Sem þýðir að ég þarf að hafa allt á hreinu...En þetta er samt alveg rosalega gaman, er alveg að fíla mig í að miðla visku minni til annara. Svo er ekki verra að maður er með völdinn í kennslustofunni og ræður skipulaginu.. Alltaf góð tilfinning fyrir controlfrík eins og mig...
Er svo að fara að fá gommu af skýrslum í vistfræði yfir mig eftir að hafa verið að kenna ásamt Rannveigu, þrjá gróðurmælingafelttíma í seinustu viku.. gaman, gaman, alltaf gaman að gagnrýna aðra (uppbyggilega samt;).. svo lærir maður fullt af því og fær pínu aur.