Þungir hausar..
Held að hausinn á mér sé að stækka ..hann er allavega ansi þungur þessa dagana sem líklega vegna of mikils þrýstings og uppfyllingar í sínusunum... Ekkert gaman.
Eins gott að hann verði orðin léttur á laugardaginn þegar haldið verður á vit striksins í Köben. Er að fara á árshátíð með Hauki ásamt jakkafata og dragtklæddu samstarfsfólki hans.. Við erum oft mjög fyndin á leiðinni í vinnunna ég í flísbuxum, útivistarjakka, stígvélum og með húfu og vetlinga og haukur í jakkafötum.. ansi fyndið par..
Annars verður sko djammað í Köben ..enda komin tími til.. ekki búin að fara á almennilegt fyllerí né djamm síðan á menningarnótt/brillupinu hennar Jennýar þar sem að ég fékk heiðurinn á að vera þessi "fulla"........
Fataskápurinn í laufrimanum hefur líka verið að kvarta upp á síðkastið að honum finnst hann ekki vera nógu fullur og geri ég ráð fyrir að ég verði nú að þagga niður í honum (fylla upp íhann) og neyðist því til þess að kaupa nokkrar forlátar flíkur í Köben.......:):)