Léleg að blogga...
Ég verð nú að viðurkenna að ég hef verið ansi léleg að blogga seinustu vikurnar..en eins og alþjóð veit er sumar og meira að segja gott veður þannig að fólki fyrirgefst flest... annars er ég nú búin að vera ansi aktív þrátt fyrir veikindi mín seinustu dagana og búin að gera margar uppgvötvanir...
1) Það er ekki sniðugt að vera fastur á skeiðarársandinum í 25 stiga hita og engan skugga til að leita í og engan vind...heitt.is, svimi.is....
2) Það er hægt að klæða af sér hitan :) -> svimi fer og hiti líka
3) 2 L. af tequila er of mikið fyrir 8 manns, sérstaklega ef að það er meira áfengi í boði..
4) Það er einn stór galli við að búa á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi....fólk getur ælt í garðinn þinn af svölunum fyrir ofan ;)
5) Tequila hefur góð áhrif á veikindi...mín bötnuðu a.m.k.
6) Ekki stinga puttunum upp í muninn á Ólöfu..hún bítur..FAST
Jæja eins og lesendum ætti núna að vera ljóst var farið á hörku tequilafyllerí á laugardaginn..... Gerð voru þau mistök að hafa með í för 2 flöskur............ Þetta var nú hörkupartý framanaf og fórum við á kostum.... maður verður svoldið ruglaður í kollinum af tequilainu....... En eftir að tequilaflöskurnar urðu tómar fór að síga á ógöfuhliðina fyrir suma..........sem leiddi til þess að aðeins fjórir meðlimir (50%) fóru niður í bæ........... Það var fengið sér nonna og síðan rölt aðeins um bæin þar til að helmingur af helmingnum fór heim og fuglarnir tveir einir niður íbæ...það var þó ekki lengi þar sem að heilt strákagengi kom okkur til bjargar og var haldið áfram að djamma með þeim..........Fór mjög skrítin rúnt í bænum ....1)Mohitos....furðulegur staður...en samt gaman...þar til að þeir lokuðu 2) ARi í Ögri... nei Ólöf fékk mér ekki Kakó..það lokaði áður en að ég gat það... 3) Kofi tómasar frænda.... sem stendur svo sem alltaf fyrir sínu og vekur upp ansi skemmtilegar minningar.....(Spicegirlsdansar.is)............ ÞAð gerist nenfinlega alltaf eitthvað skemmtilegt á þessum litla stað..á laugardaginn var það að allt í einu urðu allir þeir sex karlmenn sem að ég var að djamma með orðnir berir að ofan...fékk nú ekki alveg botn í það hversvegna...en það var allavega mjög fyndið.............. Vorum þar til 6 en þá var svona að fara að loka..... Fórum þá fyrir utan Þórsgötu 4 og pöntuðum okkur leigara heim....:) Ansi skemmtilegt kvöld og langt.., sérstaklega fyrir fólk sem ætlaði að vera rólegt og ekki fara niður í bæ...