Jæja ég er komin aftur ..
Búin að vera í bloggpásu í langan tíma..ætla samt ekki að lofa bót og betrun,.
Er annars bara að skólast ..eða ekki skólast þessa dagana..Var að byrja í mastersnámi, en er bara í einum kúrsi sem ég þarf að sitja í og hann er bara kenndur á tveimur vikum í mars... Þarf að vera dugleg með svipuna til að halda mig við lestur greina og skipulaggningu verkefnis..já svo ekki sé talið með talningu fræja sem svo verða spíruð í Öskju og ungviðunum plantað á Skeiðarársandinn..
Versta við að vera í stígvélalíffræði er að meirihluti feltvinnunar fer fram á sumrinn og þá er líka auðveldara að fá vinnu..þannig að næstu tvö sumur verður lítið um sumarfrí... Er reyndar að plana ferð út í júní... jibbý.. vonandi gegnur það upp en rosalega bjóða íslensku ferðaskrifstofurnar upp á fábreyttar ferðir..mallorca (komið þanngað 2), Benidorm (1*), Costa del sol (verið þar nálægt 1*), algarve (been there)..já og þá er meirihlutinn upptalinn og eina áhugaverða ferðinn til LAzobla á kanaríeyjunum er uppbókuð þegar ég get farið... En hvað er þá til ráða..nú auðvita að nota netið og panta ferð með vinum okkar dönum ..líka næstum helmingi ódýrara en kemur út á það sama með flugi og gistingu í köben í tvær nætur. Þannig að nú er planið að skella sér til Marmaris á tyrklandi sem er víst mjög vinsæll staður... Það þýðir ekki að bjóða íslendingum ferðir til Tyrklands..hann Halim Al skemmdi það...
Jæja ég vona að það gangi..það er nefnilega rosalega fallegt þarna. síðan er nóg að skoða, hægt að kafa og síðan öll ógrynni að börum og skemmtistöðum...og svo er allt voða ódýrt..