þriðjudagur, apríl 06, 2004

Ég elska mánudagskvöld..því að mánudagskvöld eru heilög sjónvarpskvöld...ég horfi nú ekki mikið á sjónvarpið þessa dagana, enda alltaf lærandi (okey okey ég er farin að vera eins og biluð plata...læra,læra,læra)..EN sama hvað er mikið að gera þá sest ég ALLTAF (nema fyrir próf) fyrir framan á imban á mánudagskvöldum frá 20-23... Öll herlegheitin byrja á þeim snilla sjónvarpsþætti O.C......sem er einfaldlega bara algjör snild.., svo kemur Survivor ..sem jæja er mjög misjafn..hvað er máliðað vera alltaf með leiðinlega upprijunarþætti inn í miðri seríu og svo koma þættir inn á milli þar sem gerist bara ekki neitt... en á eftir survivor kemur enn ein snildin nefninlega C.S.I ..ég elska þann þátt, finnst alltaf jafn gaman þegar þeir eru að nota PCR og lita sýni með eosini og öðru sniðugu...það er voða gaman að pirra fólkið sem horfir með manni á þetta á kommentum eins og....þetta hef ég nú gert...nei..bíddu þetta tekur nú ekki svona stuttan tíma og svo klasískt....ah.hvað eru þýðendurnir að pæla ..þetta þýðir ekki þetta heldur hitt....manni líður eins og algjörum líffræðinörra..(jafnaðist næstum því á við þá snilld þegar maður uppgvötvaði að jarðaber væri ekki ber en bananni væri ber).. Alltaf gaman að geta ausað úr skál fróðleikans yfir samferðamenn manns í lífinu.................:)