Jæja nú fer mars að ganga í garð og stórafmælismánuðurinn líka...þetta er ótrúlegt það eiga bara allir afmæli í mars (nú kannski ekki allir en allavega margir). Systi mín verður 30 ára 10. mars, Haukur 25.ára 14. mars, Pabbi 57.ára 15.mars og síðast en ekki síst eigum ég og Haukur 5 ára afmæli 19.mars :) Að hugsa sér við verðum búin að vera saman í 5.ár ( 60 mánuði). Það á að fagna og erum við búin að leigja okkur sumarbústað þá helgi í Brekkuskóg :). hafið þið pælt í hvernig líf ykkar væri ef þið hefðuð tekið aðrar ákvarðanir.. Hvað hefði gerst ef að ég hefði farið í MR í stað MH ?? Ef að vinir mínir hefðu ekki farið til eyja 98 og kynnst Hauki ??? Ef að ég hefði farið í jarðfræði í stað líffræði ??? Hvað ef ??? Hafið þið stundum pælt í þessu ???? Ef svo er er ekki víst að ÞIÐ væruð að lesa þetta enda munduð ÞIÐ ekki þekkja mig.... 'Eg verð nú að segja að ég er mjög sátt við allt og mundi ekki vilja breyta neinu :)