mánudagur, febrúar 16, 2004

BÖgg
ER að fara í sumarbústað með systkynum hans Hauks um n?stu helgi sem er svo sem ekkert merkilegt nema ?a? að þegar systir hans var að leigja bústað áttu sér eftirfarandi samræður stað..
B (bústaður): Hvað ertu gömul ?'
A (Agnes): 22 ára
B: núnú veða þá bara 15 manns í bústaðnum (mikill hneikslunartónn í röddinni)
A: Nei við erum bara 6 og tvö börn
B: Nú já börn (allt annar tónn og vinsamlegra viðhorf)

Þetta er týpískt, auðvita er eitthvað af vitleysingum þarna úti sem skaða okkur hin, en það er samt óþarfi að vera með skæting og dónaleg.... Afhverju eru alltaf allir settir undir einn hatt...