Stefnuljósanotkun !
Hvað er málið með fólk sem er keyrandi um með stefnuljós án þess að beygja, ég lenti næstum því í árekstri áðan út af einum svoleiðis sauði..helv var að keyra með stefnuljósið á og ég hélt að hann ætlaði að beygja til hægri út á aðrein en nei nei kallinn hélt bara áfram..þannig að ég varð að hætta við að beygja fyrir hann (ég var semsagt að taka vinstri beygjuna að náttúrufræðahúsinu) og var næstum því búin að fá bíl í hliðina á mér...Sem beturfer var sá með á nótunum og ég og bílinn erum heil á húfui samt í smá adrenalínsjokki..en þetta hefði getað farið illa..hefði ekki viljað fá jeppa á fullri ferð inn í hliðina á Nóa Nizza...Þetta kennir manni að treysta aldrei stefnuljósum...þó að mér finnist fólk sem notar ekki stefnuljós böggandi er þó verra fólk sem notar stefnuljós vitlaust eða gleymir að taka þau af..þetta leiðir til þess að maður treystir þeim ekki sem nota stefnuljós rétt og þar með er stefnuljósanotkun orðin algjört bögg. ..... Takk stóri jeppi fyrir að vera svona góður að stoppa :)