miðvikudagur, apríl 28, 2004

Hjálp
Ég er farin að hafa áhyggjur af henni Ólöfu vinkonu minni....maður spyr hana hvað hún ætlar að vinna í sumar og fær bara svar á spænsku ...Voy a cuidar la gente viaje!...og ég skil það ekki...held að það segi að hún ætli að gera eitthvað við gamalt fólk (la gente viaje)..en það gæti svosem verið rugl þar sem að spænskukunnáttan mín er ekki upp á marga fiska...svona eins og portúgalskan :( (ekki sniðugt að rugla saman á tveggja tíma fresti og á tólf tíma fresti....)..Það sem veldur hvað mestum áhyggjum er hvað hún ólöf er að fara að gera við gamla fólkið........cuidar hvað þýðir það...minnir svoldið á couche á frösnku eða kútar (ðudar) á íslensku..kannski er ólöf að fara að kenna gömlu fólki að synda....hver veit...ég biðla til allara spænskusnillinga sem lesa síðuna mína að hjálpa mér