Nú eru rúmar 3 vikur búnar af skólanum og allt við sama heygarðshornið... Var í tíma í dag þar sem að kennarinn gat ekki kennt vegna netleysis, com on ekki ennþá komið net í 2 af 5 "kennslustofu" (réttnefni væri nú frekar kannski skókassar þar sem að stofurnar eru MJÖG litlar margar hverjar og ef maður situr á 2 bekk frá töflu líður manni eins og maður hafi mætt of seint á forsýningu LOTR og þessvegna þurft að sitja á gólfinu fyrir FRAMAN fremstu röðinni...helduru að Dr. Maggi sé tilbúin að taka þátt í að borga nudd fyrir mig og aðra nemendur skólans sem hafa baklengd rétt yfir meðallagi og þurfi því að sitja kengbogin við öll borð í húsinu ??? Hef aldrei skilið þessa tendensí hjá skólastofnunum að hafa stóla sem ekki er hægt að stilla..fólk er nú mismunandi stórt eða smátt...vinnumálastofnun mundi ekki samþykkja þær aðstæður sem nemar í skólum landsins þurfa að búa við í kennslustundum...en svona er lífið og það yrði víst of dýrt að hafa stillanlega stóla fyrir alla :().... Ég verð nú að viðurkenna að maður kom með frekar neikvæðum hug inn í nýja húsið en reyndi samt að vera bjartsýnn..það hefur nú marga kosti en heldti gallinn við það er nú að það er EKKI TILBúIÐ..síðan skilst manni að arkitektúrinn sé að gera alla iðnaðarmennina gráhærða með smámunasemi og breytingum....þegar maður klöngrast yfir þá og reynir að komast út úr húsinu (N.B. að þrátt fyrir að ég sé mikið heljarmenni þurfti ég eitt stk. verkamann til að opna fyrir mér hliðarútidyrahurðarnar í dag) heyrir maður ýmis fleyg orð falla um þann ágæta mann DR magg..greyið maðurinn hlýtur að eiga erfitt með að sofa á næturna vegna hiksta
Þetta hús er nú samt ekki alslæmt og er hið fínast í útliti