föstudagur, janúar 09, 2004

Skóli
Jæja nú er ég komin til landsins og alvara lífsins tekin við. Skólin byrjaður og maður byrjaður að vinna. Ég held að skólin verði svoldið öflugur hjá mér í vor..byrjar vel í nýja húsinu..engin tölvustofa, ekkert net, vantar töflur og annað..annars er nýja húsið mjög flott..það væri samt kannski betra að það væri tilbúið og tímar væru ekki í sífellu truflaðir með..bruuummmbruuu, bank,bank, triiiiii,triiiiiii, alltof mikið af nýju fólk þekkir ekki helmingin enda mikið af verkafólki og jarð-landa og ferðamálafræðinemum... Kaffistofan er ekki eins dýr og maður ímyndaði sér en það þarf að passa sig hvað maður segir því að kennararnir eru þarna líka..við verðum að nota einhvern annan stað til að blóta þeim..
Ég er strax byrjuð að læra..enda veitir ekki af..er í einum massívum kúrsi Primative land plant evolution..kenndur á 11/2 mánuði af bandarískum gestakennara og það er nóg að gera vúff verður erfitt...
Nýja húsið er annars fínt ..... verður gaman að fara í verklegt í því svona þegar að það byrjar (ekki tilbúið sko)..