þriðjudagur, desember 02, 2003

Slöpp
Ég er hér með komin í hóp slappra bloggara, hef verið eitthvað svo andlaus seinustu dagana og bara ekki nennt að blogga neitt. Er byrjuð að læra undir próf, las alla atferlisfræðibókina í seinustu viku og kláraði að skila verkefnum og halda fyrirlestra í kerfisfræði blómplanta (þeir heppnuðust bara nokkuð vel allavega sagði Þóra nóg af Uhum og kinnkaði fullt kolli :)). Nú er ég að fara í gegnum og glósa glósurnar úr kerfisfræði blómplanta ég er strax farin að kvíða fyrir prófinu ..þetta er UTANAFB'OKALÆRD'OMUR:IS..stakstæð,gagnstæð, misstíla, miðleitin og síðan heitir allt einhvað eins og Ranuncul...., Brasseriaceae o.s.f. og síðan kemur engum saman um hvernig eig að flokka þetta, Thorne, Thcovski, Cronquist og APG allir flokka misjanft. Mjög gaman og þetta er hlutur sem að mig langar að fá hátt í og læra er mjög sniðugt að kunna...
Jæja best að fara aftur að læra