mánudagur, febrúar 03, 2003

Þorrablót ÁTVR
Fór á þorrablót vínbúðarinnar Holtagörðum með Hauki á Laugardaginn. Það var haldið í heimahúsi og við fengum ekta Íslensakn þorramat ( Ég verð samt að viðurkenna að ég át mig sadda af harðfiski)... með hákárli og brensa.. ég veit ekki hvort var verra .. jakk bjakk. Það var svaka stuð þarna og fólk ansi hresst, sumir jafnvel einum of hressir... Ýmis skemmtiatriði voru til staðar s.s. nærbuxnashow með meiru fyrir okkur Hildu og viðreynsla dauðans, sumir voru meira á þörfinni en aðrir ... Eftir velheppnaðann mat var haldið í Kópavoginn á Players...þetta er stórfurðulegur staður allt frá tvítugum sílikonbombum með ljóst litað hár upp í hvíthærða kalla með staf.. mjög furðuleg blanda þar var samt mjög gaman sérstaklega þar sem þau undur og stórmerki gerðust að Villi og Haukur fóru að dansa...( bleik svín fljúga) það ber þó að hafa í huga að Hanna verslunarstjórinn á staðnum og yfirmaður þeirra hótaði að reka þá ef þeir kæmu ekki að dansa.. :) Þrátt fyrir miið danserí og fjör var farið snemma heim að sofa...... enda þurftu sumir að vekna snemma í vinnuna morguninn eftir. Sumir = Bryndís