Átak.is
Vigtinn heldur áfram að fara upp og buxurnar að verða þrengri og ástarhölurnar stærri..og hvað á þá að gera í málinu..því miður gengur ekkert að kvarta og kveina og hugsa stíft..5.kíló í burtu,5.kíló í burtu..bless farið þið eruð óvelkomin..þessi helv.. eru bara sest sem fastast og neita að fara ... Nú er bara málið að fara í hart..Búin að senda Mágusi kretitkortanúmerið mitt og er vonandi ekki of sein að fá mér baðhúskort..annars eru aukakílóin í góðum málum, því að þrátt fyrir fögur fyrirheit um að fara að skokka og í sund..er það búið að gerast 0 sinnum í vetur..Átvaglið er komið aftur í gang og stefni ég á að byrja á því á mánudaginn og ganga þar með í lið með þjáningarsystrum mínum..og þar sem að ég er haldin mikilli fullkomnunaráráttu þarf ég alltaf að vera best..og þar með borða hollasta matinn..
Þetta á víst að virka er búin að horfa á fólk í kringum mig verða minna og minna bara með leikfimi og réttu mataræði..Ef að þær geta þetta hlýt ég að geta þetta..
Systir mín fer t.d. í leikfimi á hverjum morgni klukkan 6.... nei kannski ekki fyrir mig..Margrét fer kl.18:30 á kvöldin..neibb gengur ekki þarf að elda mat....
minn tími verður um kl.8:10 á morgnanna..þar sem foreldrar mínir eru erlendis fékk ég það göfuga hlutverk að skutla bróður mínum í skólann á morgnanna..hann á að mæta kl.8 upp í MR og ég í fyrsta lagi kl:930 á Grensás og hvað er á milli Grensás og MR -> baðhúsið...